Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2014 | 07:15

PGA: Scott og Tiger snúa aftur til keppni á Honda Classic

Mót vikunnar á PGA er Honda Classic og munu nr. 1 og 2 á heimslistanum, Tiger og Adam Scott vera með, en báðir snúa aftur eftir fremur langa fjarveru.

Masters sigurvegarinn Scott er þannig að snúa aftur eftir 6 vikna frí og Tiger hefir ekkert spilað frá því að Dubai Desert Classic og hefir því verið frá keppni í næstum 4 vikur.

Margir bestu kylfingar heims taka þátt í mótinu á Champions velli PGA National í Palm Beach Gardens, Flórida – þ.á.m. Henrik Stenson, Phil Mickelson, Zach Johnson, Rory McIlroy og Sergio Garcia.

Allt í allt eru 7 af 10 bestu kylfingum heims sem spila á Honda Classic og eru tilbúnir í slaginn.

Auk Woods og Scott, þá tók Mickelson ekki heldur þátt í heimsmótinu í holukeppni (móti s.l. helgi) meðan þeir  Stenson, McIlroy og Johnson duttu allir fremur snemma úr keppni. 

Honda mótið er venjulega ekki á dagskrá hjá Tiger, hann hefir ekkert tekið þátt í mótinu nema frá árinu 2012 og Scott hefir aðeins spilað í mótinu þrívegis.

Skortur á þekkingu og árangri á PGA National þýðir að Rory McIlroy er í uppáhaldi meðal veðbanka þessa vikuna yfir þá sem líklegastir þykja að sigra á Honda Classic.

Rory vann mótið 2012… og Tiger sem var að keppa til úrslita í fyrsta sinn í mótinu.  Þess utan virðist sem leikur Rory sé aftur að verða jafngóður ef ekki betri en áður.

Champions golfvöllurinn á PGA National er mikil áskorun, en hann var upphaflega hannaður af  George og Tom Fazio árið 1981  til þess að þar mættu fara fram risamót.  Völlurinn var síðan gerður enn erfiðari með breytingu Jack Nicklaus á vellinum 1990, m.a. með hinni frægu bjarnargildru (ens. Bear Trap) á 15., 16. og 17. holunum.

Meðaltalsskor á þessum par-70 velli er 71,3 högg og því telst hann erfiðastur valla á PGA Tour, sem ekki er risamótavöllur.

Það er líklega það sem laðar að heimsins bestu, sem þegar eru farnir að hafa augastað á Augusta,en þar fer fyrsta risamótið fram eftir litlu meira en 1 mánuð.