Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 07:15

Rory: „Verður erfitt að komast yfir tapið í bráðabananum“

Rory McIlroy hefir viðurkennt að „það verði erfitt að komast yfir“ dramatískt tap í bráðabana Honda Classic en hét því að hann ætlaði sér „að koma sér í svipaða stöðu en gera betur,“ á Bláa Skrímslinu í Doral, en þar fer næsta mót fram.

Golfklúbburinn í Seminole, Flórída er svo mikið einka að eitt sinn var Jack Nicklaus hafnað um að gerast félagi þar.

Góður árangur Rory í Honda Classic hefir þó orðið til þess að hann fór úr 8. sæti heimslistans upp í 6. sætið.

Ekki er hægt að halda því fram að Rory sé ekki á betri stað í golfinu en á síðasta ári. Fyrir 12 mánuðum síðan komst Rory ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi, hann datt út þegar í 1. umferð á WGC Accentur Match Play þ.e. heimsmótinu í holukeppni. Nú í ár hefir hann þegar orðið tvívegis í 2. sæti.

Rory er ákveðinn að reyna að vera jákvæður þó hann hafi leitt á Honda Classic alla 3 fyrstu mótsdagana áður en 74 högg á lokahringnum komu honum í 4 manna bráðabanann, þar sem hann tapaði fyrir Russell Henley.

„Þetta voru mikil vonbrigði, en þetta var ágætis vika,“ sagði Rory. „Ég kom sjálfum mér í úrslitakeppnina. Þetta var 3. höggleikskeppni mín á árinu og í 3. sinn sem ég hef verið nálægt sigri. Ég hef enn ekki getað gengið í gegnum sigurdyrnar en mér finnst að þeim oftar sem ég banka á hana, þeim mun líklegra er að lokið verið upp og ég sleppi í gegn.“