Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur varð í 6. sæti í Louisiana

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette luku í gær leik á Argent Financial Classic mótinu í Squire Creek, Choudrant, Louisiana. Mótið stóð dagana 3.-4. mars 2014. Þátttakendur voru 74 frá 13 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals  2 yfir pari, 146 höggum (74 72)  og varð  í 6. sæti í einstaklingskeppninni og á besta skori „The Raging Cajuns“ sem lauk keppni  í 5. sæti í liðakeppninni. Glæsilegt hjá Haraldi Franklín!!! Á seinni hringnum í gær lék Haraldur á sléttur pari.  Hann fékk 3 fugla og 3 skolla. Haraldur Franklín og golflið Louisiana Lafayette spila næst í Louisiana Classics 10. mars n.k. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 19:30

Strangar reglur um golfklæðnað og bann við notkun farsíma fæla frá

Á síðasta golfþingi kom fram að Ísland væri í forréttindastöðu hvað varðaði félaga í golfklúbbum, en hér á landi hefir klúbbfélögum ekkert fækkað í líkingu við það sem gerist í raun alls staðar annars staðar í heiminum. England Golf hefir bent á tvennt: stranga dresskóða þ.e. að strangt sé farið eftir reglum um golfklæðnað á golfvöllum og það að öll notkun farsíma sé bönnuð, sem það sem hefir mestan fráfælingarmátt. England Golf hefir sett sér það markmið að halda félagafjölda sínum óbreyttum þ.e. í 750.000 árið 2020, sem er ákaflega metnaðarfullt markmið í ljósi þess að fækkun á klúbbfélögum í Bretlandi hefir verið um 13% frá árinu 2004. Enska golfsambandið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 16:00

Rory með eitt besta aðhögg í lengri tíma – Myndskeið

Rétt þegar leit út að Rory væri týndur og tröllum gefinn á Honda Classic mótinu s.l. helgi (en hann leiddi alla 3 dagana en tapaði síðan í bráðabana eftir slakan lokahring upp á 74 högg) sló hann eitt alflottasta aðhögg sem sést hefir í seinni tíð á 72. braut! M.ö.o. þegar hann lék 18. braut á 4. og síðasta hring sínum í mótinu þurfti hann bráðnauðsynlega að ná fugli til þess að halda sér á lífi og í keppni og hann stóðst eldraunina undir pressunni, sló þetta líka flotta högg. Á morgun hefur hann leik í Cadillac heimsmótinu í Doral og á harma að hefna – vonandi að betur gangi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 15:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna varð í 17. sæti af 192 keppendum í sterku háskólamóti!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, tóku báðar þátt í Kiawah Island Intercollegiate: Kiawah Island Classic, en mótið fór fram í  Oak Point Golf Club & Cougar Point  á Kiawah Island, í Suður Karólínu. Mótið stóð dagana 2. – 4. mars 2014  og lauk því í gær. Þátttakendur voru 192 frá 36 háskólum. Sunna lék á samtals 10 yfir pari, 226  höggum  (75 76 75 ) og var á besta skori Elon, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Sunna hins vegar varð í 17. sæti í einstaklingskeppninni, sem er gríðargóður árangur í ljósi þess hversu stórt og sterkt mótið var. Berglind lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 15:00

GK: Lovísa Hermanns best á 7. púttmóti Keiliskvenna

S.l. miðvikudagskvöld, 26. febrúar 2014 fór fram 7. púttmót Keiliskvenna. Það voru 33 konur, sem mættu til leiks og var meðalskor kvöldsins 33 pútt. Þær sem voru efstar voru: 1. sæti 29 högg Lovísa Hermannsdóttir 2-5 sæti 30 högg Guðrún Bjarnadóttir; Hjördís Ingvadóttir; Kristrún Runólfsdóttir; Þórdís Geirsdóttir Og þá eru heildarúrslit á þennan veg þegar aðeins eitt mót er eftir … 1. sæti 114 högg Þórdís Geirsdóttir 2. sæti 121 högg Ólöf Baldursdóttir 3-4 sæti 122 högg Guðrún Bjarna og Lovísa 5. sæti 124 högg Valgerður Bjarnadóttir Þær sem narta svo í hælana og eiga enn góðan séns eru  Hulda Soffía Hermanns 125, Anna Snædís Sigmarsdóttir 126, Dagbjört Bjarnadóttir 127 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 18:30

GS 50 ára!

Í dag eru fimmtíu ár liðin síðan Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður, en GS var stofnað 4. mars 1964. Af því tilefni verður afmælishóf haldið í golfskálanum á Hólmsvelli í Leiru sunnudaginn 9. mars n.k. og hefst það klukkan 14.00. Allir eru velkomnir, sérstaklega hvetjur klúbburinn  félaga til að fjölmenna og samfagna þessum merka áfanga í sögu klúbbsins. Golf 1 óskar klúbbfélögum GS innilega til hamingju með árin 50!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 15:00

Jákvætt: Kaddý Tiger sást taka út Doral

Fréttamaðurinn Todd Lewis sagði í golfþætti Golf Channel Morning Drive í dag, að sést hefði til Joe La Cava, kylfusveins Tiger á Doral í gær, þar sem hann gekk um Bláa Skrímslið í Doral og var að taka breytta völlinn út. Þetta hefir verið túlkað sem jákvætt merki um að Tiger muni taka þátt í WGC-Cadillac Championship, sem hefst nú á fimmtudag, en Tiger dró sig sem kunnugt er úr Honda Classic mótinu eftir 13 spilaðar holur á lokahringnum sl. sunnudag og bar fyrir sig bakmeiðsli. Aðspurður hvort Tiger tæki þátt í Cadillac mótinu, þar sem hann á titil að verja sagði hann: „Það er of snemmt að tjá sig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 14:48

Fyrrum hjákona Tiger á lista yfir 100 mest eftirlýstu í Washington – skuldar $20.000 í meðlög

Klámmyndastjarnan Joslyn James var 10. konan sem kom fram og viðurkenndi að hafa átt í sambandi við Tiger Woods, þegar framhjáhalds- skandall hans stóð sem hæst fyrir 5 árum, þ.e. í lok árs 2009. Hún er nú á lista yfir 100 mest eftirlýstu menn í heimaríki sínu Washington,  en hún skuldar sem svarar $ 20.000,- (yfir 2 milljónir íslenskra króna) í barnsmeðlög, með 14 ára syni sínum.) James, sem heitir réttu nafni Veronica Siwik hélt því m.a. fram að hún hefði tvívegis orðið ófrísk eftir Tiger meðan á 3 ára sambandi þeirra stóð. Hún er 36 ára í dag, tveimur árum yngri en Tiger. Hér má sjá blaðagrein og myndir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Ross Fisher?

Ross Fisher sigraði á Tswane Open nú um helgina, en mótið var samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska og telur sigurinn sem sigur á báðum mótaröðum.  Þetta er var 5. sigur Ross Fisher á Evópumótaröðinni. En hver er kylfingurinn? Ross Daniel Fisher fæddist 22. nóvember 1980 í Ascot Berkshire í Englandi. Klúbburinn sem hann tilheyrir á Englandi er með þeim frægari þar, Wentworth Golf Club í Surrey, Englandi, þar sem höfuðstöðvar European Tour eru. Sem barn var Ross í Charters School, sem er ríkisrekinn skóli rétt hjá Wentworth. Fisher komst fyrst á Evrópumótaröðina 2006. Hann vann sér inn kortið sitt með því að verða nr. 18 á peningalista Áskorendamótaraðarinnar, 2005. Á nýliðaári Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 28. sæti á Juli Inkster e. 1. dag – Haraldur Franklin í 9. sæti í Louisiana e. 1. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hóf í gær leik á Juli Inkster Spartan Invite. Mótið stendur dagana 3.-4. mars og lýkur því í kvöld.  Leikið er í Almaden Golf & Country Club í San Jose, Kaliforníu. Þátttakendur í mótinu eru 69 frá 13 háskólum. Eftir 1. dag er Guðrún Brá á 8 yfir pari, 152 höggum (77 75) og á næstbesta skori Fresno State, sem er í 12. sæti í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni er Guðrún Brá í 28. sæti – bætti sig um 6 sæti frá fyrsta hring þegar hún var í 34. sæti! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Juli Inkster Spartan Lesa meira