Vallarstjórar ársins heiðraðir á aðalfundi SÍGÍ
Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins. Þetta er annað árið sem valið fer fram, en það eru dómarar og þjálfarar í efstu tveim deildum karla og efstu deild kvenna sem velja knattspyrnuvallastjóra ársins. Besti golfvallastjórinn er valinn af afrekshópi golfsambandsins, golfkennurum og landsdómurum.
Í flokki knattspyrnuvalla sigraði Krisinn V. Jóhannsson fyrir Laugardalsvöll. Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta þetta árið, þrátt fyrir oft á tíðum slæmt veðurfar. Mikið afrek var svo unnið þegar Laugardalsvöllur var í frábæru ástandi um miðjan nóvember þegar leikur Íslands og Króatíu fór fram. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að hægt væri að bjóða upp á slíkar aðstæður í Laugardalnum og því er Kristinn vel að titlinum kominn, annað árið í röð.
Í flokki golfvalla varð Ágúst Jensson fremstur á meðal jafningja fyrir Korpuvöll Golfklúbbs Reykjavíkur. Á Korpúlfsstöðum fór fram Íslandsmót í golfi við frábærar aðstæður. Leikið var á nokkrum nýbyggðum holum þar sem nýlega var lokið við að stækka Korpúlfstaðavöll í 27 holur úr 18. Var það mál manna að völlurinn væri glæsilegur í alla staði. Ágúst náði titlinum af Golfklúbbnum Keili, en Daniel Harley hlaut þessi verðlaun á síðasta ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024