Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðis og Berglind Björns hefja leik á Kiawah Island Classic

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, taka báðar þátt í Kiawah Island Intercollegiate: Kiawah Island Classic, en mótið fer fram í  Oak Point Golf Club & Cougar Point  á Kiawah Island, í Suður Karólínu.

Mótið stendur dagana 2. – 4. mars 2014 og þátttakendur eru 192 frá 36 háskólum.

Sunna hefir þegar lokið 1. hring og spilaði hann á 3 yfir pari, 75 höggum.  Sunna er á 2. besta skori liðs síns sem er sem stendur í 15. sæti en nokkrir keppendur eiga eftir að ljúka 1. hring þegar þetta er ritað og því getur sætisröðin raskast nokkuð.

Berglind á eftir 3 holur þegar þetta er ritað og er sem stendur á 2 yfir pari og á 2. besta skori UNCG, sem er í 20. sæti.  Eins og Sunna er Berglind á 2. besta skori liðs UNCG.

Til þess að fylgjast með þeim Sunnu og Berglindi á Kiawah Island Classic SMELLIÐ HÉR: