Dubuisson hlýtur undanþágu á PGA
Frakkinn Victor Dubuisson hefir fengið sérstakan tímabundinn rétt til þess að spila á PGA Tour það sem eftir er keppnistímabilsins. Dubuisson er kominn upp í 23. sætið á heimslistanum eftir frábæran árangur á heimsmótinu í holukeppni (ens. World Golf Championships-Accenture Match Play Championship), sem fram fór í Arizona, þar sem hann landaði 2. sætinu eftir sögulegan úrslitaleik. Hann varð líka í 13. sæti á AT&T Pebble Beach Pro-Am í febrúarmánuði síðastliðnum. Þessi frábæri árangur hans hefir veitt honum þetta sérstaka kort, sem veitir honum aðgang að ótakmörkuðum fjölda boða frá styrktaraðilum, en Dubuisson, er mjög vinsæll eftir gott gengi sitt. Verði framhald á því (þ.e. góðu gengi hans) gæti hann unnið Lesa meira
GSS: Golfklúbbur Sauðárkróks auglýsir eftir golfkennara
Golfklúbbur Sauðárkróks auglýsir eftir golfkennara til að hafa umsjón með golfkennslu á vegum klúbbsins frá júní – ágúst í sumar. Golfkennarinn þarf að stunda öguð og fagleg vinnubrögð ásamt því að geta unnið sjálfstætt. Þjálfarinn mun bera ábyrgð á skipulagi barna- og unglingastarfs klúbbsins ásamt þjálfun eldri kylfinga, einnig mun hann koma að hugmyndavinnu um framtíðarskipulag þjálfunar á vegum klúbbsins. Til skoðunar er að ráða þjálfara til allt að 3ja ára. Upplýsingar veitir Hjörtur Geirmundsson – hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.
LPGA: Suzann Pettersen efst e. 1. dag í Mission Hills
Suzann Pettersen er efst eftir 1. dag World Ladies Championship sem hófust fyrr í morgun á Mission Hills golfvellinum í Haikou, Kína. Suzann lék á 67 höggum en fast á hæla hennar er hin ástralska Minjee Lee. Eftir hringinn góða sagði Suzann m.a.: „Ég lék mjög gott gol í dag og fannst ég eiga mikið af tækifærum. Mér finnst maður virkilega verða að notfæra sér par-5 urnar hér,“ en Pettersen var með örn og 3 fugla á par-5 holunum. Næstar þar á eftir deila þær stöllur Inbee Park, Gwladys Nocera, Trish Johnson og In Gee Chun 3. sætinu en þær léku á 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira
Tiger með í Doral
Nú er ljóst að Tiger mun leitast við að verja titil sinn á Cadillac heimsmótinu, sem hefst í dag á nýju „Bláu Skrímsli“ í Doral, Flórída. Hann verður í ráshóp með Adam Scott og Henrik Stenson. Einu græjurnar sem Tiger notaði á æfingahring á Doral í gær voru fleygjárnin, pútter og gullskæri. Hann dró sig sem kunnugt er úr Honda Classic s.l. helgi eftir að hafa aðeins spilað 13 holur og bar fyrir sig bakverki. Hann sagði í gær að sér liði betur eftir nokkra daga af stöðugri meðhöndlun og telur sig nógu góðan til þess að spila og reyna að verja titil sinn. Hann hefir hins vegar ekki spilað Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State luku leik í 12. sæti Julie Inkster Invite
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State luku leik í gær leik á Juli Inkster Spartan Invite. Mótið stóð dagana 3.-4. mars. Leikið var í Almaden Golf & Country Club í San Jose, Kaliforníu. Þátttakendur í mótinu eru 69 frá 13 háskólum. Guðrún Brá lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (77 75 75) og var á næstbesta skori Fresno State, sem varð í 12. sæti í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni hafnaði Guðrún Brá í 31. sæti – bætti sig um 3 sæti frá fyrsta hring þegar hún var í 34. sæti! Til þess að sjá lokastöðuna á Juli Inkster Spartan Invite SMELLIÐ HÉR:
Champions Tour: Elkington með í Toshiba mótinu
Í næstu viku hefst á öldungamótaröð PGA Tour, Champions Tour, Toshiba Classic mótið á Newport Beach í Kaliforníu. Meðal þátttakenda er Stephen Elkington, sem sagði smekklausan hommabrandara í síðustu viku og hefir ekkert verið að biðjast afsökunar á því. Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Næsta víst er talið að hann verði spurður um brandarann og önnur smekklaus tvít sín á blaðamannafundi sem haldinn verður fyrir mótið. Mestallir peningar sem koma inn á mótinu renna til góðgerðarmála. Aðalframkvæmdastjóri mótsins Jeff Purser sagði m.a. eftrfarandi um þátttöku Elkington í mótinu: „ Hann endurspeglar ekkert mótið og er ekki fulltrúi If Toshiba eða (Hoag) Hospital.“ „Ég hef enga Lesa meira
GR: Marólína á toppnum eftir 7. púttmót GR-kvenna – Besta skorið – 27 pútt – átti Áslaug Svavars
Fyrir nákvæmlega viku síðan fór fram 7. og næstsíðasta púttmót GR-kvenna. Hér fer fréttatilkynning kvennanefndar GR um púttkvöldið: „Um eitthundrað konur létu sig ekki vanta á sjöunda og næstsíðasta púttkvöld GR kvenna enda fer nú tækifærunum fækkandi til að slá um sig á Korpunni í keppninni um púttmeistara GR kvenna. Völlurinn í kvöld var laaaangur og þröngur og þurftu púttarar á tíðum að skáskjóta sér á milli hola. Það var nú bara gaman og jók á nándina. Besta skorið var 27 högg og það átti Áslaug Svavars. Frábær frammistaða þar! Staðan er óbreytt að loknum sjö kvöldum. Marólína trónir á toppnum og í humáttina, jafnar á aðeins tveimur fleiri höggum Lesa meira
GSG: Soffía Þorvaldsdóttir fór holu í höggi!
Á laugardeginum sl. var vor í loft á Suðurnesjum, þótt harla erfitt sé að trúa því í dag, miðvikudag, aðeins nokkrum dögum síðan, þegar vetur konungur hefir tekið völdin að nýju og snjónum kyngir niður. Sl. laugardag fóru hvorki fleiri né færri en 2 holu í höggi sama dag. Annar Einherjanna var Soffía Þorvaldsdóttir, sem fór holu í höggi á 2. holu Kirkjubólsvallar. Golf 1 óskar Soffíu innilega til hamingju með ásinn!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Elías Jónsson —— 5. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Elías Jónsson. Elías er fæddur 5. mars 1991 og er því 23 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Elías Jónsson F. 5. mars 1991 (23 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (78 ára); Mats Lanner, 5. mars 1961 (53 ára); Tracy L. Kerdyk, 5. mars 1966 (48 ára); Bengt Johan Axgren, 5. mars 1975 (39 ára); Sue Kim, 5. mars 1991 (23 ára); Salvör Jónsdóttir Ísberg, NK, 5. mars 1997 (17 ára); Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, 5. Lesa meira
Vonn með krökkum Tiger
Lindsey Vonn varði tíma sínum með börnum Tiger, þ.e.a.s. dóttur hans Sam en „stelpurnar“ í lífi Tiger, þessa dagana, fylgdust með honum á Honda Classic. Þrátt fyrir mikinn stuðning þeirra gekk honum ekkert sem best, enda alveg að drepast í bakinu, þannig að jafnvel er óvíst að hann taki þátt á Cadillac heimsmótinu á morgun. Sam leit fallega út í rauðum og svörtum bol eins og pabbi, í svörtum buxum og með svart der og Vonn var í bleikum stuttermabol og buxum í stíl. Einn heimildarmanna sagði að afar vel hefði fari á með hinni 29 ára skíðadrottningu og 6 ára dóttur Tiger, en þær hlógu mikið og gerðu grín Lesa meira










