Áhugaverð grein um klaka á golfvöllum
Hér er tengill inn á áhugaverða grein um klaka á golfvöllum. Hún er að vísu á ensku en við setjum hana hér inn engu að síður. Greinina getur þú nálgast með því að SMELLA HÉR: Heimild: gagolf.is
WGC Cadillac: Sjank Stenson – Myndskeið
Sextíu og átta bestu kylfingar heims eru í Miami nú um helgina og taka þátt í WGC Cadillac meistaramótinu – voru 69 en Jason Day búinn að draga sig úr mótinu vegna meidds þumals. Þannig að áhorfendur hvort heldur er á Bláa Skrímslinu í Doral eða fyrir framan sjónvarpsskjáina víðsvegar um heim búast við að sjá snilldartakta, ekki satt? Sænski kylfingurinn Henrik Stenson átti högg sem ekki sæmdi nr. 3 á heimslistanum á 2. holu Doral. Af 138 yarda (126 metra) færi sjankaði hann boltann og sendi hann beinustu leið út í tré og runna, sem umvefja fallegar brautir Bláa Skrímslisins. Þetta er eitthvað sem maður býst við að sjá Lesa meira
GF: Góugleði 22. mars n.k.!
Laugardaginn 22. mars n.k. verður Góugleði GF haldin í golfskálanum. Þema kvöldsins er svart-hvítt. Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Kaffi-Sel galdrar fram ljúffengar veitingar og á matseðlinum er eftirfarandi: Purusteik – Kjúklingaréttur ættaður frá Spáni – Hrísgrjón – Kartöflugratín – Ferskt salat – Gular baunir – Smjörsteiktir Flúðasveppir – Heimabakað brauð – Eftirrétturinn er marengs terta að hætti hússins! Karl Hallgrímsson tónlistarmaður sér um undirleik við borðhald og um dansfjörið er líða tekur á kvöldið! Skemmtiatriðin verða heimatilbúin þar sem góðlátlegt grín verður gert að golfurum, því maður er manns gaman. Þema kvöldsins er „Svart og Hvítt“ sem á að endurspeglast í klæðnaði gesta og veitt verða verðlaun fyrir bestu Lesa meira
WGC Cadillac: Day dró sig úr mótinu
Í dag hófst á breyttu Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída, Cadillac heimsmótið. Keppendur voru upphaflega 69 bestu kylfingar heims, en eru nú aðeins 68, vegna þess að nr. 4 á heimslistanum dró sig úr mótinu. M.ö.o. Jason Day dró sig úr mótinu vegna meidds þumalputta; hann fór í röntgen og myndirnar voru þannig að læknir ráðlagði hvíld. Nr. 4 mun því vera frá í einhvern tíma, en hann gaf ekkert út á hvenær hann myndi mæta aftur til keppni. Hér má fylgjast með skorinu á Cadillac heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:
Indíánahöfðinginn
Í gær, 5. mars 2014, var Öskudagur og brugðu margir kylfingar undir sig betri fætinum og klæddust skemmtilegum Öskudagsbúningum, m.a. í púttmótum víðs vegar um landið. Hér birtist mynd af kunnuglegum indíánahöfðingja ásamt indíánastelpunum sínum. Þarna er kominn Örn Ævar Hjartarson, GS, einn besti kylfingur landsins, ásamt samstarfskonum sínum í Grunnskóla Sandgerðis.
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Dagný Magnúsdóttir – 6. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Dagný Magnúsdóttir. Hún er fædd 6. mars 1949 og er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Kristín Dagný byrjaði í golfi árið 2000. fyrir 13 árum og er með 16,4 í forgjöf í dag. Hún var ein af 6 konum af 109 þátttakendum í Marsmóti nr. 1 í Sandgerði fyrir ári síðan. Kristín Dagný er gift Guðmundi Sigurvinssyni og á 3 börn. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (74 ára), Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup 2011, 6. mars 1962 (52 árs); Michael McLean, 6. mars 1963 (Spilaði á Evróputúrnum – 51 árs) Golf Boys-inn Benjamin (Ben) McCully Crane, 6. mars 1976 (38 ára); Grace Park, Lesa meira
Kylfur Ben Hogan frá 1953 verða seldar á uppboði
Búist er við að kylfur Ben Hogan frá árinu 1953 verði seldar fyrir meira en $50,000 (u.þ.b. 6.000.000 íslenskar krónur) á uppboði. Settið af MacGregor kylfum, sem Hogan lék með áður en hann stofnaði sitt eigið kylfuframleiðslufyrirtæki voru þær hinar sömu sem hjálpuðu Hogan að sigra á Opna breska, The Masters og Opna bandaríska árið 1953 og þær verða seldar á tímabilinu 26. mars – 12. apríl n.k. Það er PGA Tour leikmaðurinn Jimmy Powell sem á kylfurnar en Hogan sjálfur gaf honum þær fyrir 40 árum. Green Jacket Auctions mun sjá um uppboðið og þar sem kylfurnar eru einstakar er erfitt að spá fyrir um endanlegt verð en talið er Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður Gunnar og golflið Faulkner urðu í 1. sæti í Flórída!!!
Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner tóku þátt í Warner Invitational sem fram fór á Sun N´Lakes golfvellinum í Sebring í Flórída, 3.-4. mars 2014 og sigraði golflið Faulkner!!! Varð golflið Faulkner efst af 13 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu, en þátttakendur voru 79. Hrafn var á 2.-3. besta skori liðsins og taldi það því, en í 9. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 149 höggum (76 73) Sigurður Gunnar var á 4. besta skori liðsins og taldi það líka en hann var á samtals 152 höggum (73 79) og lauk keppni í 18. sæti. Næsta mót „The Eagles“ þ.e. golfliðs Faulkner er the Savannah Lesa meira
Dubuisson vill ekki tala um erfiða æsku sína
Victor Dubuisson, franski kylfingurinn sem lítur út eins og kvikmyndaleikari, vakti athygli í Bandaríkjunum svo um munaði. Sagan segir að hann hafi hætt í skóla 10 ára til þess að geta snúið sér að golfi. Þannig að hann var spurður að því á blaðamannafundi. „Já, ég var 10 eða 12 ára eitthvað á þessu róli,“ svaraði Dubuisson. Reyndu foreldrar hans ekki að stoppa hann? Dubuisson: „Nú foreldrar mínir, þeir….. ég var meira upp á sjálfan mig kominn,“ bætti hann við. „Kominn upp á sjálfan sig 12 ára?“ Dubuisson: „Ekki fleiri spurningar um einkalíf mitt. Mér þykir það leitt, ég… mér líkar ekki að tala um þetta (fjölskyldu sína?).“ Í blaðamannaherberginu Lesa meira
Torrance og Smyth aðstoðarfyrirliðar McGinley
Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum, Paul McGinley valdi Sam Torrance og Des Smyth varafyrirliða sína, í Ryder bikarkeppnina sem fram fer n.k. september í Gleneagles í Skotlandi. McGinley spilaði undir Torrance og setti niður sigurpúttið á The Belfry 2002, meðan Smyth hefir áður verið varafyrirliði Ian Woosnam í K Club 2006. „Ég er ánægður að tilkynna opinberlega að Des og Sam verði varafyrirliðar mínir í Ryder Cup,“ sagði McGinley á blaðamannafundi í Dublin. „Jafnframt því að vera góðir vinir, eru þeir tveir menn sem ég dáist að persónulega og sem atvinnumaður og ég veit að þeir verða mér mikils virði í Skotlandi í september.“ „Þeir tveir voru þeir fyrstu Lesa meira










