Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 09:00

LPGA: Suzann Pettersen efst e. 1. dag í Mission Hills

Suzann Pettersen er efst eftir 1. dag World Ladies Championship sem hófust fyrr í morgun á Mission Hills golfvellinum í Haikou, Kína.

Suzann lék á 67 höggum en fast á hæla hennar er hin ástralska Minjee Lee.

Eftir hringinn góða sagði Suzann m.a.: „Ég lék mjög gott gol í dag og fannst ég eiga mikið af tækifærum. Mér finnst maður virkilega verða að notfæra sér par-5 urnar hér,“ en Pettersen var með örn og 3 fugla á par-5 holunum.

Næstar þar á eftir deila þær stöllur Inbee Park, Gwladys Nocera, Trish Johnson og In Gee Chun 3. sætinu en þær léku á 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: