Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State luku leik í 12. sæti Julie Inkster Invite

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State luku leik  í gær leik á Juli Inkster Spartan Invite.

Mótið stóð dagana 3.-4. mars.  Leikið var í Almaden Golf & Country Club í San Jose, Kaliforníu.

Þátttakendur í mótinu eru 69 frá 13 háskólum.

Guðrún Brá lék á samtals  11 yfir pari, 227 höggum (77 75 75) og var á næstbesta skori Fresno State, sem varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Í einstaklingskeppninni hafnaði Guðrún Brá í 31. sæti – bætti sig um 3 sæti frá fyrsta hring þegar hún var í 34. sæti!

Til þess að sjá lokastöðuna á  Juli Inkster Spartan Invite SMELLIÐ HÉR: