Tiger með í Doral
Nú er ljóst að Tiger mun leitast við að verja titil sinn á Cadillac heimsmótinu, sem hefst í dag á nýju „Bláu Skrímsli“ í Doral, Flórída.
Hann verður í ráshóp með Adam Scott og Henrik Stenson.
Einu græjurnar sem Tiger notaði á æfingahring á Doral í gær voru fleygjárnin, pútter og gullskæri.
Hann dró sig sem kunnugt er úr Honda Classic s.l. helgi eftir að hafa aðeins spilað 13 holur og bar fyrir sig bakverki. Hann sagði í gær að sér liði betur eftir nokkra daga af stöðugri meðhöndlun og telur sig nógu góðan til þess að spila og reyna að verja titil sinn.
Hann hefir hins vegar ekki spilað neina æfingahringi á nýju Bláu Skrímsli. Hann er enn á varðbergi gagnvart bakverkjum og gekk því holurnar nýju 18, chippaði og púttaði og stúderaði völlinn sem er allt öðruvísi en sá sem hann hefir sigrað á í 4 skipti.
En af hverju gullskærin?
Nú Tiger varð að vera viðstaddur opnun Tiger Woods Villa á Trump National Doral og klippti þar á opnunarborðann!
Að Woods spili í Doral kemur ekkert á óvart. Í síðasta skipti sem bakið var að há honum var á lokahring The Barclays s.l. ágúst (þar sem hann var T-2) og hann spilaði næstu viku í Boston.
Þetta er 2. af s.l. 10 mótum sem Tiger hefir þurft að fást við bakmeiðsli. Þetta var 4 skiptið á 5 árum sem hann dró sig úr móti á miðjum hring vegna veikinda. Tiger sem hefir undirgengist 4 uppskurði á hné verður nú að fókusa meira á mjóbakið hjá sér.
„Það verður að horfa á þetta í víðu samhengi, algjörlega, vegna þess að hann kemur og fer,“ sagði Tiger um bakverk sinn. „Ég verð að vera öruggur um að grípa til varnaðaraðgerða til þess að eþetta gerist ekki aftur og aðlaga aðra hluti að því hvort sem það er sveiflan, lyftingarnar eða hvað sem er. Það verður að gera nokkrar breytingar. Ég hef gert breytingar allar feril minn þannig að þetta er ekkert nýtt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024