The Clubhouse of GSS (Golfklúbbur Sauðárkróks Skagafirði) in the North of Iceland. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 11:30

GSS: Golfklúbbur Sauðárkróks auglýsir eftir golfkennara

Golfklúbbur Sauðárkróks auglýsir eftir golfkennara til að hafa umsjón með golfkennslu á vegum klúbbsins frá júní – ágúst í sumar.

Golfkennarinn þarf að stunda öguð og fagleg vinnubrögð ásamt því að geta unnið sjálfstætt.

Þjálfarinn mun bera ábyrgð á skipulagi barna- og unglingastarfs klúbbsins ásamt þjálfun eldri kylfinga, einnig mun hann koma að hugmyndavinnu um framtíðarskipulag þjálfunar á vegum klúbbsins.

Til skoðunar er að ráða þjálfara til allt að 3ja ára.

Upplýsingar veitir Hjörtur Geirmundsson – hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.