Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 15:30

Dubuisson vill ekki tala um erfiða æsku sína

Victor Dubuisson, franski kylfingurinn sem lítur út eins og kvikmyndaleikari, vakti athygli í Bandaríkjunum svo um munaði.

Sagan segir að hann hafi hætt í skóla 10 ára til þess að geta snúið sér að golfi.  Þannig að hann var spurður að því á blaðamannafundi.

„Já, ég var 10 eða 12 ára eitthvað á þessu róli,“ svaraði Dubuisson.

Reyndu foreldrar hans ekki að stoppa hann? Dubuisson: „Nú foreldrar mínir, þeir….. ég var meira upp á sjálfan mig kominn,“ bætti hann við.

„Kominn upp á sjálfan sig 12 ára?“  Dubuisson: „Ekki fleiri spurningar um einkalíf mitt. Mér þykir það leitt, ég… mér líkar ekki að tala um þetta (fjölskyldu sína?).“

Í blaðamannaherberginu á WGC-Cadillac Championship var annar franskur kylfingur og vinur Dubuisson, Thomas Levet, en þeir kynntust þegar Dubuisson var 14 ára. „Ég þekki fjölskyldusögu hans og þetta var sko alls ekkert auðveld æska, látum kjurrt liggja hér. Tölum ekki um slæma hluti,“ sagði Levet.

En það er svo margt gott við Dubuisson, sem byrjaði að spila golf 9 ára, þegar hann horfði á Tiger sigra í The Masters risamótinu og mun núna, aðeins 24 ára, nánast örugglega komast í lið Evrópu í Ryder bikarnum.

Hvernig telur Levet að vinur hans muni takast á við pressuna? „Það verður í lagi með hann. Við sáum Bernhard Langer hoppa um í fyrstu Ryder bikars keppni sinni. Ef við getum komið þessum rólega manni til þess þá verður hægt að fá Victor til þess!“

Fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olázabal skilur Dubuisson vel og sagðist líka hafa verið feiminn þegar hann spilaði í fyrsta Masters móti sínu. Hann sagði að Seve hefði tekið sig undir verndarvæng sinn og gæti vel hugsað sér að Henrik Stenson gegni svipuðu hlutverki gagnvart Dubuisson.

Að mati Justin Rose hefir heimsmótið í holukeppni vakið heilmikla athygli á Dubuisson „ég held hins vegar að Dubuisson hafi sýnt hvað í hann var spunnið þegar hann sigraði í Tyrklandi (á Turkish Airlines Open og hafði þar betur en átrúnaðargoð sitt Tiger og Ian Poulter).  „Vinur hans Grégory Havret spilaði æfingahring með honum þá og sagði að Dubuisson myndi sigra í mótinu, sem gekk eftir!“

Jason Day, sem sigraði Dubuisson í heimsmótinu í holukeppni hafði eftirfarandi um Dubuisson að segja: „Eftir fyrsta chippið hans kom hann til mín og bað mig afsökunnar, en ég sagði honum að það yrði hann ekki að gera, við værum báðir að reyna að sigra. Ég þekkti hann ekkert, en þarna í úrslitaleiknum kom hann mér fyrir sjónir eins og einhver af indælustu náungunum sem maður gæti óskað sér að kynnast.“

Dubuisson býr í Honduras til þess að komast hjá skattyfirvöldum í Frakklandi. Það fyrsta sem hann gerði eftir að hann varð frægur á heimsmótinu í holukeppni var að skipta um símanúmer.

„Ég hef ekkert haft tækifæri til þess að tala við Paul McGinley, en líklega er það vegna þessa,“ sagði hann. „Hann hefir eflaust sent SMS en ég fékk það ekki. En ég vonast til þess að tala við hann á næstunni.“

Síðar kom í ljós að  McGinley  hafði, s.s. dæmigert er fyrir hann,  reynt að hafa samband við hann (Dubuisson).  En það var alveg jafn dæmigert fyrir Dubuisson að gleyma að láta neinn vita um nýja farsímanúmerið sitt.

En þvílíkir hæfileikar!!! Eins og allir aðirr dáist Levet að stutta spili Dubuisson og sérstaklega höggunum tveimur í heimsmótinu í holukeppni.

„Því meiri sem pressan er, því betur spilar hann,“ sagði Levet. Já þetta var svolítil heppni. Eins og Victor sagði, þá voru 50% líkur að hann næði þeim. En þegar það gerist tvisvar í röð er enn hægt að tala um heppni? Var það heppni þegar við sáum Seve slá svona högg?

Ef hann heldur áfram að spila svona skiptir leyndardómsfull fortíð hans litlu máli!