Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 07:15

WGC Cadillac: Sjank Stenson – Myndskeið

Sextíu og átta bestu kylfingar heims eru í Miami nú um helgina og taka þátt í WGC Cadillac meistaramótinu – voru 69 en Jason Day búinn að draga sig úr mótinu vegna meidds þumals.

Þannig að áhorfendur hvort heldur er á Bláa Skrímslinu í Doral eða fyrir framan sjónvarpsskjáina víðsvegar um heim búast við að sjá snilldartakta, ekki satt?

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson átti högg sem ekki sæmdi nr. 3 á heimslistanum á 2. holu Doral.  Af 138 yarda (126 metra) færi sjankaði hann boltann og sendi hann beinustu leið út í tré og runna, sem umvefja fallegar brautir Bláa Skrímslisins.

Þetta er eitthvað sem maður býst við að sjá hjá meðalskussanum en ekki nr. 3 á heimslistanum! – En þetta sýnir bara enn og aftur að golf er golf og allir geta átt slæm högg inn á milli!

Til þess að sjá sjank Stenson SMELLIÐ HÉR: