Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 15:00

Torrance og Smyth aðstoðarfyrirliðar McGinley

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum, Paul McGinley valdi Sam Torrance og Des Smyth varafyrirliða sína, í Ryder bikarkeppnina sem fram fer n.k. september í Gleneagles í Skotlandi.

McGinley spilaði undir Torrance  og setti niður sigurpúttið á The Belfry  2002, meðan Smyth hefir áður verið varafyrirliði  Ian Woosnam í  K Club  2006.

„Ég er ánægður að tilkynna opinberlega að Des og Sam verði varafyrirliðar mínir í Ryder Cup,“ sagði McGinley á blaðamannafundi í Dublin. „Jafnframt því að vera góðir vinir, eru þeir tveir menn sem ég dáist að persónulega og sem atvinnumaður og ég veit að þeir verða mér mikils virði í Skotlandi í september.“

„Þeir tveir voru þeir fyrstu sem ég hafði hugsað mér í þetta hlutverk þegar ég var valinn fyrirliði og síðan þá hef ég talað við marga af reynslumestu evrópsku leikmönnunum um að hafa þá í liðinu og þeir studdu þá hugmynd.“

„Des tók mig undir verndarvæng sinn þegar ég var nýliði á túrnum og hann gaf mér frábær ráð sem voru ekki aðeins dýrmæt þá heldur reynast enn góð og hefir verið svo í gegnum allan atvinnumannsferil minn. Skoðanir hans og hugmyndir um Ryder bikarinn hafa stöðugt verið hárréttar og ég naut þess að starfa með honum þegar hann var varafyrirliði og ég leikmaður.“

„Sam er sá maður sem líklega hefir haft mest áhrif á mig hvað snertir liðagolf á ferli mínum. Hann var fyrsti fyrirliði minn í Ryder Cup 2002. Ég lærði heilmikið af honum og hef haldið áfram að gera svo í gegnum árin.“

„Frá þessum fyrstu dögum hefir samband okkar þróast í traust vinasamband og við búum ekki langt frá öðrum og sjáumst oft.“

Enn frekari tveir varafyrirliðar verða tilkynntir þegar líður á árið en McGinley er að bíða eftir að sjá hvernig 12 manna lið hans lítur út áður en hann gefur út tilkynninguna.

Maðurinn frá Dublin spilar oft golf við Torrance í Sunningdale og hefir ekki gert leyndarmál úr aðdáun sinni á hvernig Skotinn höndlaði það að vera fyrirliði eftir 2001 terrorista árásirnar á Bandaríkin.

Fyrirliði bandaríska liðsins Tom Watson hefir þegar tilnefnt  Andy North og Raymond Floyd sem varafyrirliða sína, í Ryder Cup sem fram fer 26.-28. september n.k.