Hrafn Guðlaugsson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 15:55

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður Gunnar og golflið Faulkner urðu í 1. sæti í Flórída!!!

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner tóku þátt í Warner Invitational sem fram fór á Sun N´Lakes golfvellinum í  Sebring í Flórída, 3.-4. mars 2014 og sigraði golflið Faulkner!!!

Varð golflið Faulkner efst af 13 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu, en þátttakendur voru 79.

Hrafn var á 2.-3. besta skori liðsins og taldi það því, en í 9. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 149 höggum (76 73)

Sigurður Gunnar var á 4. besta skori liðsins og taldi það líka en hann var á samtals 152 höggum (73 79) og lauk keppni í 18. sæti.

Næsta mót „The Eagles“ þ.e. golfliðs Faulkner er the Savannah College of Art and Design Invitational í Atlanta, Georgíu., 16. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna i Warner Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR: