Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 17:30

Indíánahöfðinginn

Í gær, 5. mars 2014,  var Öskudagur og brugðu margir kylfingar undir sig betri fætinum og klæddust skemmtilegum Öskudagsbúningum, m.a. í púttmótum víðs vegar um landið.

Hér birtist mynd af kunnuglegum indíánahöfðingja ásamt indíánastelpunum sínum.

Þarna er kominn Örn Ævar Hjartarson, GS, einn besti kylfingur landsins, ásamt samstarfskonum sínum í Grunnskóla Sandgerðis.