Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 22:00

Ian Poulter rífst við blaðamann á Twitter

Ian Poulter gerir ekki endasleppt í tvítinu.  Reyndar var hann bara að svara fyrir sig í þetta sinn. En sem fyrr fjúka gífuryrðin og veltur maður bara fyrir sér hvort ekki sé nóg komið af góðu og hvort svona samræður séu yfirleitt sæmandi og hafi gott fordæmisgildi fyrir kylfinga sem líta upp til stjarnanna sinna á borð við Poulter?

Þannig var að golffréttamaðurinn Dale Concannon tvítaði eftirfarandi um „Matsuyama“-uppákomuna:

Dale Concannon: (Ian Poulter) kallar rísandi stjörnuna Matsuyama hálfvita. Ég er að velta fyrir mér hvað japanska orðið er fyrir „stærilátan, ofmetinn montrass?“

Ian Poulter:  Ó Dale.

Dale Concannon: Afsakaðu vinur en sagan kennir okkur að allir hæfileikar heimsins skipti engu nema maður sigri í risamóti!

Ian Poulter: Ég gerði mér ekki grein fyrir að þú værir svona mikill sköndull!. En það er sagt að maður læri eitthvað nýtt á hverjum degi.

Dale Concannon: Þetta er einfalt – hættu bara að bulla svona mikið utan vallar og farðu að vinna eitthvað sem máli skiptir! Enginn myndi vera ánægðari en ég!

Ian Poulter: Þannig að þú getir skrifað sögu um ofmetinn kylfing sem virkilega vann eitthvað, Kleinuhringurinn þinn/m.ö.o. rassgatið þitt!!!

Dale Concannon: Kleinuhringur? Virkilega? Hefir þú einhvern tímann hitt ofmetinn sigurvegara risamóts? Nei, hélt ekki. En þetta er áhugavert sjónarhorn fyrir grein.