Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 18:45

50 ára afmælishóf GS

Það var haldin mikil hátíð haldin í golfskálanum í Leiru í dag, sunnudaginn 9. mars 2014, en þar héldu félagar í Golfklúbbs Suðurnesja (GS) upp á hálfrar aldar afmæli klúbbsins.

Húsið opnaði kl. 14.00 og um kl. 14.30 steig formaður GS, Friðjón Einarsson, á stokk og bauð gesti velkomna. Forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ávarpaði einnig samkomuna við þetta hátíðlega tækifæri og heiðraði nokkra vel valda félaga fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar.

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: GSÍ

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: GSÍ

Fleiri tóku til máls í hófinu en þó var ræðuhöldum stillt í hóf.

Dagskráin afmælishófsins var fjölbreytt. Íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, Ingi Rúnar Gíslason, skrifaði undir hvatningarsamninga við þrjá af fjölmörgum ungum og bráðefnilegum kylfingum klúbbsins. Með þessum samningum er þeim gert hægara um vik að einbeita sér að golfinu og vera kylfingunum hvatning til að leggja hart að sér í átt að settum markmiðum.

Myndasýning var úr sögu klúbbsins, gamlar fundargerðabækur hafðar til sýnis, kaffi, glæsilegar kökur og frábær félagsskapur var saman kominn í dag í hinum fimmtuga Golfklúbbi Suðurnesja.