Dýr á golfvöllum: Iguana eðla réðst á bolta Andrew Loupe á Puerto Rico Open – Myndskeið
Græn iguana eðla réðst á golfbolta bandaríska kylfingsins Andrew Loupe á Puerto Rico Open. Sjá atvikið með því að SMELLA HÉR:
Atvikið hafði lítil áhrif á Loupe sem lauk lokahring sínum á 69 höggum og varð í 12. sæti í mótinu á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 70 65 69).
Golf 1 hefir þegar kynnt Iguana eðlur lítillega, sem sjást af og til á golfvöllum í Suður-Flórída og Suður-Ameríku – sjá með því að SMELLA HÉR:
Þess mætti geta að þessar eðlur eru oft haldnar sem gæludýr, vegna þess m.a. hversu litskrúðugar þær eru, en allt viðhald á þeim þ.e. það að skapa þeim lífsskilyrði sem þær eru vanar er ansi erfitt og því gefast margir „gæludýraeigendur“ upp á þeim og sleppa þeim aftur út í náttúruna.
Talað er því um iguana eðlur í Flórída sem „disposable pets“ (gæludýrum sem er hent (út í náttúruna aftur)).
Víða í Suður-Ameríku eru matsölustaðir sem selja iguana-rétti – en menn leggja sér kjöt þessara eðla til munns og bragðið ekki ósvipað kjúklingakjöti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024