Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 13:45

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Ariane Provot (22/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot,  Kim Williams, Henni Zuël,  Rebecca Sörensen og Tessa Teachman.

Sú sem verður kynnt í kvöld er franski kylfingurinn Ariane Provot, en hún varð í 10 .sætinu á eins og segir 358 höggum () og er sú síðasta sem kynnt verður af þeim sum urðu jafnar í 10.-14. sætinu.

Sjá má viðtal sem blaðafulltrúi LET tók við Provot með því að SMELLA HÉR: 

Adriane Provot fæddist 1992 og verður því 22 á árinu. Hún byrjaði 8 ára í golfi með pabba sínum.