Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 09:30

Reed góður með sig á blaðamannafundi e. sigur á WGC Cadillac Championship

Mörgum þótti Patrick Reed heldur góður með sig á blaðamannafundi eftir sigur sinn á WGC Cadillac Championship.

A.m.k. var hógværðinni ekki fyrir að fara hjá honum.  Viðtalið byrjar vel Reed þakkar „liði sínu“ eiginkonu (sem er oft kaddy hjá honum), Callaway og styrktaraðilum en er fljótt kominn í þann gírinn að hann hafi nú staðið sig vel á móti köppum á borð við Tiger, Jason Dufner og Hunter Mahan.

Næsti fréttamaðurinn segir líka að sér virðist Reed hafa mikið sjálfstraust; hvaðan það komi?  Reed segist hafa mikið sjálfstraust í leik sínum, það stafi af mikilli vinnu hans. Síðan segir hann:  „Mér finnst ég vera sá leikmaður sem leggur harðast að sér; það sýnir sig bara á 3 sigrum í s.l. 14 mótum … ég er að vinna í því að verða einn af 5 bestu kylfingum heims, það tekur bara smá tíma þar sem ég hef ekki verið svo lengi á PGA túrnum.“

Sjálfstraust er nauðsynlegt til sigurs og kannski allt í lagi, en stundum er nú of mikið af því góða – Reed er í raun ekkert annað en nýgræðlingur, sá yngsti sem sigrað hefir á Cadillac heimsmótinu, 23 ára og strax farinn að bera sig saman við þá bestu.  Hvað ef þetta er nú allt saman bara heppni hjá honum?

Hér má sjá myndskeið frá blaðamannafundi Patrick Reed eftir sigur hans á WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: