St. Andrews er uppáhaldsgolfvöllur Alastairs erlendis.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2014 | 21:30

Opna breska aftur á St. Andrews 2015!

Opna breska risamótið snýr aftur í vöggu golfsins þegar 144. Opna breska fer fram á St. Andrews 16.-19. júlí 2015.

Þetta er í 29. sinn sem þetta elsta mót allra risamóti fer fram á Old Course.

Louis Oosthuizen er sá síðast sem sigraði Opna breska á St. Andrews,  var með 7 högga mun á næsta mann á 16 undir pari, 272 höggum þegar Opna breska fór síðast fram á St. Andrews, 2010.

Framkvæmdastjóri R&A Peter Dawson sagði: „Við erum ánægð að tilkynna að Opna breska snýr aftur á hinn sögulega Old Course  á St. Andrews, 2015.“

„St. Andrews hefir sanna aftur og aftur að völlurinn er fullkomlega fær um að halda Opna breska og ég er viss um að við munum fá verðugan sigurvegara til að lyfta Claret Jug!“