Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2014 | 21:00

Steve Williams: „Við Tiger eigum enn eftir að grafa stríðsöxina!“

Í ástralska golfþættinu „Australia’s Fox Sports’ Golf Show“ nú í þessari viku var Steve Williams fyrrum kylfusveinn Tiger Woods, gestur og sagði hann, að hann og nr. 1 á heimslistanum (Tiger) væru enn ekkert sérstakir vinir í dag.

„Við höfum ekkert leyst úr neinu milli okkar,“ sagði Willams.  „Það hefir verið mikið af ….. hinu, þessu og einhverju öðru….. en stríðsöxin milli okkar hefir ekkert verið grafin.“

Tiger hefir verið í ráshóp með fyrrum kylfusveini sínum, eða réttara sagt vinnuveitanda hans Adam Scott nokkrum sinnum frá því hann rak Williams 2011, nú síðast á WGC Cadillac Championship.“

„Þetta eru bara persónulegir hlutir og skiptar skoðanir um hvernig hlutir fóru fram …. og ég þarf að leysa úr þessu með honum,“ sagði Williams.

Á hinn bóginn er allt önnur saga hvort Tiger finnist hann eiga eitthvað óuppgert við Williams. Margir kylfusveinar á túrnum eru reknir og mjög fáir fá heilu sjónvarpsþættina um sig, þar sem þeir geta rætt um sorgir sínar í sambandi við fv. vinnuveitendur sína (hvað þá 3 árum síðar).

Og óhætt er að segja að enginn kylfusveinn hafi efnast eins mikið og Williams þegar hann var á pokanum hjá Tiger á hátindi ferils þess síðarnefnda 1999-2011 (ekki slæmt að fá 10% af 88 milljónum bandaríkjadala!!!)

Það gæti verið hluti ástæðunnar  að Tiger finnst hann akkúrat ekki skulda Williams neitt!!!