Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2014 | 04:45

Tiger vitni í einkamáli

Það á ekki af aumingja Tiger Woods að ganga.

Ekki nóg með að hann sé að drepast í bakinu, nákvæmlega daginn fyrir að WGC Cadillac Championship var hann stefndur til þess að mæta sem vitni fyrir rétt mánudaginn 17. mars n.k. þ.e. í  Miami-Dade Circuit Court.

Um er að ræða einkamál gegn fyrirtæki Tiger, ETW,  og var málið höfðað 2001 vegna samningsbrota.

Í Miami Herald stendur þannig eftirfarandi:

Bruce Matthews, íbúi í Suður-Miami og fyrirtæki hans (Gotta Have It Golf Inc.) halda því fram að Woods hafi brotið samning sem gerði ráð fyrir að hann sæji fyrirtæki Matthews fyrir tilteknum fjölda eiginhandaáritanna og ljósmynda.“

„Umbjóðandi okkar er mjög pirraður að ETW hafi ekki staðið við gerðan samning og að það hafi tekið svo langan tíma fyrir málið að verða tekið fyrir í rétti,“  sagði Eric Isicoff, einn af lögmönnum Matthews.

Skv. Herald fer  fyrirtæki Matthews fram á skaðabætur upp á $1.75 million plús $1 milljón í lögfræðikostnað.