Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 07:30

Hvað var í sigurpoka Senden?

Ástralinn John Senden, sem sigraði á Valspar-móti PGA Tour mótaraðarinnar í gær var með eftirfarandi kylfur í sigurpoka sínum: Dræver: TaylorMade SLDR 430 (12°, Aldila Tour Green 70 X skaft) 3-tré: TaylorMade RBZ Tour (14.5°, Aldila RIP Phenom 70 X skaft) 2-járn: Titleist 712U utility járn (Nippon N.S. Pro Modus 3 skaft) 3-9 járn: TaylorMade Tour Preferred MB (Nippon N.S. Pro Modus 3 sköft) 48° fleygjárn: TaylorMade Tour Preferred MB (Nippon N.S. Pro Modus 3 skaft) 54° fleygjárn: Cleveland 588 (Nippon N.S. Pro WV 125 skaft) 58° fleygjárn: Cleveland 588 (Nippon N.S. Pro WV 125 skaft) Pútter: TaylorMade Ghost Tour Monte Carlo 12 Bolti: Titleist Pro V1

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 07:00

PGA: Frábært chip Senden á 16. – Myndskeið

Ástralinn John Senden stóð uppi sem sigurvegari á Valspar mótinu í Palm Harbor, Flórída í gærkvöldi. Það sem öðru fremur innsiglaði sigur hans en nokkuð annað var frábært chip Senden á par-4, 16. holu Copperhead vallar Innisbrook golfstaðarins, þar sem mótið fór fram. Hann setti boltann niður úr röffi, af 68 yarda færi, þ.e. u.þ.b. 23 metra frá holu. Um höggið sitt góða, sem kom honum í forystu á lokahringnum sagði Senden m.a. þetta: „Þetta var bara töfrahögg!“ Til þess að sjá töfrahögg Senden á par-4 16. holu á lokahring Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 01:00

PGA: Senden sigraði á Valspar! – Hápunktar 4. dags

Ástralski kylfingurinn John Senden stóð uppi sem sigurvegari á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum í Palm Harbor, Flórída, nú fyrr í kvöld á Valspar-mótinu, en mótið er hluti PGA Tour. Senden var á samtals 7 undir pari, 277 höggum (72 71 64 70) og átti 1 högg á bandaríska kylfinginn Kevin Na, sem varð í 2. sæti og tvö á Scott Langley sem varð í 3. sæti á samtals 5 undir pari.  Robert Garrigus sem búinn var að leiða alla mótsdagana fór illa að ráði sínu, lék á 75 höggum og varð því að láta sér lynda 4. sætið í mótinu ásamt þeim Luke Donald og Will McKenzie, en þeir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 19:45

Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2014

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og er því 23 ára í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði  Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011. Sumarið, 2012, varð Haraldur Franklín bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik! …. sá fyrsti úr röðum GR til að vinna  Íslandsmeistara-titilinn í höggleik í 27 ár!! Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Antalya í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Cañizares sigraði!!!

Það var spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares sem sigraði á Hasasn Trophée II mótinu á Golf du Royal Palais, í Agadír, Marokkó. Samtals lék Cañizares á 19 undir pari, 269 höggum (62 67 68 69). Í 2. sæti varð Englendingurinn Andy Sullivan heilum 5 höggum á eftir á samtals 14 undir pari, 264 höggum (66 73 72 63) og í 3. sæti vað enn annar Englendingurinn Seve Benson auk Svíans Magnus A Carlson. Til þess að sjá lokastöðuna í Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags Trophée Hassan II  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 18:00

LET: Charley Hull vann fyrsta mót sitt í Marokkó

Unga, enska Solheim Cup stjarnan Charley Hull sigraði í dag fyrsta mót sitt á Evrópumótaröð kvenna, Lalla Meryem Cup í Marokkó með stórkostlegum hring upp á 9 undir pari, 62 höggum!!! Á hringnum fékk Charley 7 fugla og 1 örn!!! Hún byrjaði með látum fékk tvo fugla á 1. og 2. braut og fékk síðan örn á par-5, 6. holu og síðan fylgdu fuglar á 7. og 9. braut og hún lauk fyrri 9 á 6 undir pari, 30 höggum. Charley náði enn öðrum fugli á 11. holu og setti pressu á Gwladys Nocera sem leiddi fyrir lokahringinn, þannig að hún þrípúttaði á lokaholunni og Hull var komin í umspil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 2. sæti eftir 2. dag JMU Eagle Landing mótsins!

Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG taka þátt í JMU Eagle Invitational. Mótið fer fram á golfvelli Eagle Landing golfklúbbsins í Orange Park, Flórída dagana 14.-16. mars 2014. Þátttakendur í mótinu eru 93 frá 16 háskólum. Íslandsmeistarinn okkar í höggleik (Sunna) átti svo sannarlega stórglæsilegan 2. hring en hún lék á 3 undir  pari, 69 höggum og vann sig upp úr 34. sætinu, sem hún var í eftir 1. dag mótsins, þegar hún lék á 75 höggum í 2. sætið af 93 keppendum!!!  Samtals er Sunna því búin að spila á sléttu pari 144 höggum (74 69) og er búin að þjóta upp skortöfluna í 2. sætið sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 12:00

PGA: Garrigus:„Átti eitt af bestu 5 höggum ævinnar hér“

Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus hefir 1 höggs forystu á Kevin Na á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum, sem er mótsstaður Valspar PGA mótsins í Flórída. Og nú er  bara á eftir að spila lokahringinn, en hann fer fram í kvöld.  Spurningin stóra er hvort honum takist að halda þetta út, eða hvort aðrir t.d. Na (með öll vöggin sín) takist að taka fram úr? Garrigus er 36 ára (fæddur 11. nóvember 1977) í Idaho. Takist Garrigus að sigra, er þetta 2. sigur hans á PGA Tour, en fyrsti sigur hans á PGA Tour kom 3 dögum eftir 33 ára afmælisdaginn, þ.e.  14. nóvember 2013 á Childrens Miracle Network Classic mótinu. Eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 02:53

PGA: Garrigus enn efstur – hápunktar 3. dags Valspar mótsins

Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus situr sem fastast í 1. sæti á Valspar mótinu eftir 3. mótsdag en hann er búinn að spila á samtals 8 undir pari. Fast á hæla honum aðeins 1 höggi á eftir er landi hans Kevin Na. Síðan eru John Senden í 3. sæti og Justin Rose í 4. sæti, Senden á 6 og Rose á 5 undir pari. Retief Goosen, Charlie Hoffman og Scott Langley deila svo 5. sætinu allir á 4 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. mótsdag Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. mótsdags á Valspar mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Kylfingur nokkur fer í sumarfrí á nektarnýlendu.  Hann fær bréf frá ömmu sinni þar sem hún biður hann um að senda sér mynd af sér úr fríinu. Kylfingurinn er of skömmustulegur til þess að láta ömmu sína vita að hann búi í nektarnýlendu þannig að hann ákveður að klippa myndina sem hann tekur af sér nöktum á golfvelli í tvennt og senda henni bara mynd af sér berum að ofan með pálmatré í baksýn. Fyrir mistök sendir hann ömmu sinni neðri hluta myndarinnar. Hann hefir miklar áhyggjur þegar hann gerir sér grein fyrir að hann hafi sent vitlausan helming myndarinnar, en reynir að hugga sig við að amma hans sé Lesa meira