Rickie Fowler með í mottumars?
Rickie Fowler hefir látið raka af sér mikið yfirvaraskegg sem hann var með og prýddi hann m.a. í myndskeiðum, þar sem hann lék „golfleynilöggu“ sem fylgdist með reglubrotum á golfvöllum. Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR RICKIE 1 og SMELLA HÉR RICKIE 2 Eitthvað hefir hann ekki alveg skilið við yfirvaraskeggin. Rickie Fowler tvítaði nefnilega í gær eftirfarandi: Mustache on my #TourTrusty @cobragolf…@PUMAGolf Fall ’14 campaign shoot m.ö.o. hann segir að mynd af yfirvaraskeggi verði á járni hans á Arnold Palmer Inv. og jafnframt lét hann fylgja með mynd af sér og járninu. Er Fowler þar með ekki að taka þátt í mottumars? … þó með óbeinum hætti sé. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno í 3. sæti í Kaliforníu e. 1. dag
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State hóf í gær leik á Fresno State Lexus Classic mótinu, en mótið fer fram í Copper River Country Club í Fresno, Kaliforníu. Mótið stendur 17.-18. mars og verður lokahringurinn leikinn í dag. Þátttakendur í mótinu eru 44 frá 7 háskólum. Guðrún lék fyrstu tvo hringina á 154 höggum (79 75) og er sem stendur í 18. sæti í einstaklingskeppninni og á 4. besta skori Fresno, sem er er í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Fresno State Lexus Classic mótsins með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon höfnuðu í 1. sæti og Berglind og UNCG í 14. sæti á JMU Eagle Inv.
Sunna Víðisdóttir GR og golflið Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í JMU Eagle Invitational. Mótið fór fram á golfvelli Eagle Landing golfklúbbsins í Orange Park, Flórída dagana 14.-16. mars 2014. Þátttakendur í mótinu voru 93 frá 16 háskólum. Sunna lék mótshringina 3 á samtals á 7 yfir pari (75 69 79) og hafnaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var á 3. besta skori liðs síns og taldi það því þeim árangri Elon að verða í sigursæti þ.e. 1. sætinu í liðakeppninni!!! Íslandsmeistarinn okkar í höggleik (Sunna) átti svo sannarlega stórglæsilegan 2. hring, þar sem hún lék á 3 undir pari, 69 höggum og var fyrir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 6. sæti á Seahawk mótinu e. fyrri dag!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Seahawk Intercollegiate golfmótinu, sem fram fer í Wilmington, Norður-Karólínu. Mótið stendur dagana 16.-17. mars og hófst því í gær. Þátttakendur eru 78 frá 13 háskólum. Guðmundur Ágúst er á samtals 2 undir pari átti glæsihring upp á 67 og síðan annan mun lakari á 75 á fyrsta keppnisdegi. Hann er í 6. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni, stóð Guðmundur Ágúst sig best af liðsfélögum ETSU en liðið er í 2. sæti í mótinu!!! Sjá má umfjöllun um glæsilega frammistöðu Guðmundar Ágústs á heimasíðu ETSU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna í Seahawk Intercollegiate Lesa meira
Rory og Caroline giftast í NY
Rory McIlory áætlar að kvænast Caroline Wozniacki í íburðamikilu brúðkaupi í New York í nóvember á þessu ári. Sagt er að gestalistinn í veislu þeirra sé eins og „hver er hvað“ listi í íþróttum. Þau skötuhjúin hafa jafnvel boðið Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta. Engu verður til sparað til þess að gera brúðkaupsdaginn eins tilkomumikinn og mögulegt er. Fjölskylda og vinir eru mjög mikilvægir báðum aðilum. Þar sem peningar eru engin fyrirstaða fylgir boðskortinu í brúðkaupsveisluna farmiði til New York, búi sá sem boðinn er ekki í New York. Búist er við að svaramaður Rory verði æskuvinur hans og samkylfingur Harry Diamond, sem mun á árinu kvænast Belfast módelinu Katie Larmour. Þau Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 17 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Tumi varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. Sumir ferðuðust langa leið til að spila í Febrúarmóti GSG 2012 – Feðgarnir Arinbjörn og Tumi Kúld komu alla leið frá Akureyri. Mynd: Golf 1. Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Tumi Hrafn Kúld (17 ára – Innilega til Lesa meira
GK: Aron Atli sigraði á 1. sunnudagspúttmóti FJ og Hraunkots – var á 23 púttum!!! – Myndasería
Sunnudaginn 17. mars var haldið fyrsta púttmótið af fjórum sem verða haldin í samvinnu Hraunkots við FootJoy. Vegleg verðlaun verða fyrir fyrstu sex sætin og einnig aukaverðlaun fyrir 20. sæti. 50 manns komu í Hraunkot á sunnudaginn og tóku þátt í fyrsta mótinu. Keppendur púttuðu 2 hringi og taldi betri hringurinn. Mótið byrjaði kl 13:00; stóð til 18:00 og tókst vel. Hér má sjá litla myndseríu úr mótinu SMELLIÐ HÉR: Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Aron Atli Bergmann 23 pútt (12-11) Glæsilegur!!! 2. sæti Sigurður Ó Sumarliðasson 26 pútt (13-13) 3. sæti Ragnar Pétur Hannesson 27 pútt (15-12) 4. sæti Atli Már Grétarsson 27 pútt (14-13) 5. sæti Benedikt Árni Lesa meira
Sunnudagspúttmót FJ og Hraunkots nr. 1 – 16. mars 2014
Hvað var í sigurpoka Cañizares?
Spánverjinn Alejandro Cañizares sigraði á Trophée Hassan II móti Evrópumótaraðarinnar í Marokkó nú um helgina. Eftirfarandi var í poka sigurvegarans Cañizares: Dræver: Ping G15 (8.5°) 3-tré: Ping G25 (15°) Blendingur: Ping G25 (30°) Dræving járn: Ping Rapture 4-9 járn: Ping i25 48° fleygjárn: Ping i25 52° fleygjárn: Ping Tour Gorge 55° fleygjárn: Ping Tour Gorge Pútter: Ping Scottsdale Wolverine H Bolti: Titleist Pro V1X
Hver er kylfingurinn: Charley Hull?
Charley Hull, sem aðeins er 17 ára sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröð kvenna nú um helgina; Lalla Meryem mótinu í Marokkó, sem fram fór samhliða Trophée Hassan II, mótinu hjá körlunum á Evrópumótaröð karla í Marokkó. Hún gerði það með tilþrifum; knúði fram bráðabana við hina frönsku Gwladys Nocera með glæsihring upp á 62 högg og sigraði síðan á 1. holu bráðabanans. En hver er þessi ungi enski kylfingur, Charley Hull? Charley fæddist 20. mars 1996 í Kettering á Englandi. Hún byrjaði í golfi aðeins 5 ára og er félagi í Woburn golfklúbbnum í Kettering. Hún gerðist atvinnumaður 1. janúar 2013 aðeins 16 ára. Charley er 1,65 að Lesa meira









