PGA: Garrigus:„Átti eitt af bestu 5 höggum ævinnar hér“
Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus hefir 1 höggs forystu á Kevin Na á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum, sem er mótsstaður Valspar PGA mótsins í Flórída. Og nú er bara á eftir að spila lokahringinn, en hann fer fram í kvöld. Spurningin stóra er hvort honum takist að halda þetta út, eða hvort aðrir t.d. Na (með öll vöggin sín) takist að taka fram úr?
Garrigus er 36 ára (fæddur 11. nóvember 1977) í Idaho.
Takist Garrigus að sigra, er þetta 2. sigur hans á PGA Tour, en fyrsti sigur hans á PGA Tour kom 3 dögum eftir 33 ára afmælisdaginn, þ.e. 14. nóvember 2013 á Childrens Miracle Network Classic mótinu.
Eftir hringinn góða á 2. keppnisdegi (upp á 5 undir pari, 66 högg) sagði Garrigus m.a.:
„Ég bjargjaði mér nokkrum sinnum frábærlega, ég átti mikið af góðum púttum og þau verður maður að hafa á golfvelli sem þessum, sem er svona erfiður,“ sagði hann, eftir að honum hafði tekist að koma skorinu í 7 undir par eftir fyrstu tvo mótsdaga (er nú í 8 undir pari eftir 3. mótsdag).
Garrigus fékk fugla á alla fjórar par-5 holurnar en það er björgunarhögg hans á par-4, 16. holunni sem eflaust verður lengst í minnum haft en þar varð hann að slá 2. höggið sitt í gegnum örmjóa glufu milli trjáa eftir að hann hafði komið sér í vandræði.
Tjörnin var á annari hlið brautarinnar og beið bara eftir að bolti Garrigus endurkastaðist frá trjánum. Hann lét þrælerfitt högg líta auðveldlega út þegar hann notaði 5-járnið sitt og sló ótrúlegt 209 yarda (191 metra) högg og setti boltann innan við 5 metra frá holu. Þó hann hafi síðan misst fuglapúttið þá bjargaði hann því þó að hann hélt forystu.
„Ég átti líklega eitt af 5 bestu höggum ævinnar hér,“ sagði Garrigus, sem tapaði í umspili í þessu móti fyrir 2 árum, en þetta var einn af 6 annað-sætis áröngrum hans á túrnum.
„Höggið fór upp yfir furutréð og cut-aði 40 yarda (36,6 metra). Það var gaman að reyna þetta og að það hafi tekist var jafnvel enn betra.
„Ég hef eytt hálfu lífi mínu í trjánum…. þannig að ég vissi nákvæmlega hvað ég varð að gera til þess að slá nákvæmlega það högg sem ég þurfti. Þetta var ansi sérstakt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024