Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 01:00

PGA: Senden sigraði á Valspar! – Hápunktar 4. dags

Ástralski kylfingurinn John Senden stóð uppi sem sigurvegari á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum í Palm Harbor, Flórída, nú fyrr í kvöld á Valspar-mótinu, en mótið er hluti PGA Tour.

Senden var á samtals 7 undir pari, 277 höggum (72 71 64 70) og átti 1 högg á bandaríska kylfinginn Kevin Na, sem varð í 2. sæti og tvö á Scott Langley sem varð í 3. sæti á samtals 5 undir pari.  Robert Garrigus sem búinn var að leiða alla mótsdagana fór illa að ráði sínu, lék á 75 höggum og varð því að láta sér lynda 4. sætið í mótinu ásamt þeim Luke Donald og Will McKenzie, en þeir léku allir á samtals 4 undir pari, hver.

Sigurvegarinn Senden er fæddur 20. apríl 1971 í Brisbane, í Queensland, Ástralíu og er því 42 ára.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1992 og hefir því starfað sem slíkur í 22 ár.

Hann er með hávaxnari kylfingum á túrnum 1,91 m á hæð og 86 kg.

Sigurinn á Vaspar mótinu er annar sigur Senden á PGA Tour, en sá fyrri kom fyrir 8 árum síðan á John Deere Classic 16. júlí 2006.

Til þess að sjá lokastöðuna á Valspar mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við Senden þegar sigur var í höfn á Valspar SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Valspar mótinu  SMELLIÐ HÉR: