Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Kylfingur nokkur fer í sumarfrí á nektarnýlendu.  Hann fær bréf frá ömmu sinni þar sem hún biður hann um að senda sér mynd af sér úr fríinu.

Kylfingurinn er of skömmustulegur til þess að láta ömmu sína vita að hann búi í nektarnýlendu þannig að hann ákveður að klippa myndina sem hann tekur af sér nöktum á golfvelli í tvennt og senda henni bara mynd af sér berum að ofan með pálmatré í baksýn.

Fyrir mistök sendir hann ömmu sinni neðri hluta myndarinnar.

Hann hefir miklar áhyggjur þegar hann gerir sér grein fyrir að hann hafi sent vitlausan helming myndarinnar, en reynir að hugga sig við að amma hans sé orðin ansi sjóndöpur og vonar að hún taki ekki eftir neinu.

Nokkrum vikum síðar fær hann bréf frá ömmu sinni þar sem hún skrifar: „Takk fyrir myndina. Breyttu hárgreiðslunni á þér, nefið á þér virkar allt of stutt!“