Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 02:53

PGA: Garrigus enn efstur – hápunktar 3. dags Valspar mótsins

Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus situr sem fastast í 1. sæti á Valspar mótinu eftir 3. mótsdag en hann er búinn að spila á samtals 8 undir pari.

Fast á hæla honum aðeins 1 höggi á eftir er landi hans Kevin Na.

Síðan eru John Senden í 3. sæti og Justin Rose í 4. sæti, Senden á 6 og Rose á 5 undir pari.

Retief Goosen, Charlie Hoffman og Scott Langley deila svo 5. sætinu allir á 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. mótsdag Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. mótsdags á Valspar mótinu SMELLIÐ HÉR: