Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 01:00

PGA: Matt Every sigraði á Bay Hill! – Hápunktar lokahringsins

Öllum að óvörum stóð bandaríski kylfingurinn Matt Every uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational.

Every lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (69 70 66 70).

Í 2. sæti varð Keegan Bradley, en hann náði ekki að fylgja eftir glæsihring sínum upp á 66 högg á 3. degi, hann var á sléttu pari, 72 höggum og 1 höggi á eftir sigurvegaranum Matt Every.  Bradley le´k samtals á 12 undir pari, 276 höggum (71 67 66 72).

Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem var með pálmann í höndunum um miðbik mótsins þegar hann var efstur með 7 högga forystu á næstu menn, átti afleitan lokahring upp á 76 högg og varð að láta sér 3. sætið lynda en hann lék samtals á 11 undir pari, 277 höggum (62 68 71 76).

Í 4. sæti varð Jason Kokrak á samtals 10 undir pari og 5. sætinu deildu þeir Henrik Stenson, Francesco Molinari og Eric Compton, allir á samtals 9 undir pari, hver.

Sigurvegarinn Matt Every er 30 ára fæddur 4. desember 1983) á Daytona Beach, Flórída og því „heimamaður“ því hann þekkir Bay Hill e.t.v. betur en nokkur annar kylfingur á PGA s.s. berlega kom í ljós í þessu móti.  Þetta er fyrsti og eini sigur Every á PGA Tour.  Hann hefir fram til þessa einkum orðið sér til frægðar fyrir að hafa í 6. júlí 2010 verið tekinn með marijuana þegar hann var á leið í John Deere Classic mótið og var í framhaldinu af því settur í 3 mánaða keppnisbann af PGA Tour.

Til þess að sjá lokastöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. og lokahrings Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: