GMac: „EurAsiu bikarinn ágætis upphitun fyrir Ryderinn“
Graeme McDowell (GMac) segir að EurAsíu bikarinn muni verða fullkominn undirbúningur fyrir Ryder Cup, sem fram fer á seinna á árinu í Gleneagles, í Skotlandi. Hvað snertir EurAsíu bikarinn þá er taldar 4/9 líkur á að lið Evrópu sigri í Glenmarie golfklúbbnum í Malasíu. GMac er eini kylfingurinn í evrópska liðinu, sem lék í „kraftaverkinu í Medinah“ 2012, en margir félaga hans þar berjast nú um að komast í Ryder Cup liðið aftur. Thomas Björn, Victor Dubuisson, Jamie Donaldson og Stephen Gallacher eru allir sem stendur í liðinu en menn á borð við Joost Luiten, Gonzalo Fernandez-Castano og Pablo Larrazabal eru nálægt því að komast í liðið. Með svona marga sem hugsanlega koma til Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og „The Royals“ luku keppni í 6. sæti Wingate mótsins – Stefanía Kristín á besta skori „The Falcons“
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens og klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer „The Falcons“ tóku þátt í Wingate Pinehurst Challenge mótinu, en mótinu sem var tveggja daga og stóð 23.-24. mars 2014 lauk í gær. Þátttakendur voru 90 frá 18 háskólum. Íris Katla varð í 31. sæti í mótinu lék á samtals 173 höggum (89 84) en Stefanía Kristín varð í 47. sæti lék á samtals 177 höggum (90 87). Báðar bættu sig um nokkur högg milli hringja, Íris Katla um 5 högg og Stefanía Kristín um 3 högg. Íris Katla var á 2. besta skori „The Royals, sem hafnaði í 6. sætinu í liðakeppninni af 18 Lesa meira
Champions Tour: Maggert sigraði í Mississippi – Frábær ás Nick Price!
Það var Jeff Maggert sem sigraði á Champions Tour móti s.l. helgi í Mississippi Gulf Resort Classic. Maggert lék hringina 3 á samtals 11 undir pari, 205 höggum (68 69 68) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti Bill Andrade, sem lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Jeff Maggert með því að SMELLA HÉR: Þriðja sætinu deildu síðan þýski golfsnillingurinn Bernhard Langer og Jay Haas (pabbi Bill Haas) á samtals 8 undir pari, hvor og í 5. sæti varð sigurvegari síðustu helgi Fred Couples á samtals 7 undir pari. Eitt flottasta högg mótsins var ás Nick Price, sem Lesa meira
GB: Vonda liðið og Strympurnar jafnar í liðakeppninni Einpúttaranum!
Úrslitin í Einpúttaranum (liðakeppni) voru þau að Vonda liðið og Stympurnar urðu jafnar með 26 einpútt (36 holur). Í þriggja holu umspili var það Anna Ólafsdóttir sem tryggði sigurinn fyrir Vonda liðið en meðspilarinn var Þórhallur Teitsson . Í Strympu voru þeir feðgar Finnur Ingólfsson og Arnór Tumi Finnsson. auk Guðríðar Ebbu Pálsdóttur. Þetta var hörkukeppni og skemmtu keppendur sér verulega. Sjá má mynd af þátttakendum í Einpúttaranum og verðlaunahöfum hér að neðan.
GKG 20 ára – Skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu íþróttamiðstöðvar
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG átti 20 ára afmæli í gær mánudaginn, 24. mars 2014. Haldið var upp á afmælið í stórri afmælisveislu helgina þar áður. Í tilefni afmælisins var undirrituð viljayfirlýsing til byggingar nýrrar íþróttamiðstöðvar. Hér má lesa grein Agnars Más Jónssonar, framkvæmdastjóra GKG um afmælið og viljayfirlýsinguna, en hann sendi auk þess Golf 1 meðfylgjandi myndir af undirritun viljayfirlýsingarinnar og teikningar af íþróttamiðstöðinni fyrirhuguðu. Hér fer grein Agnars: „Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, er 20 ára á þessu ári. Af því tilefni var skrifað var undir viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG af bæjarstjórum Kópavogs og Garðabæjar, þeim Gunnari Einarssyni og Ármanni Kr. Ólafssyni ásamt formanni GKG Guðmundi Oddsyni. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 12. sæti e. 1. dag á Hawaii
Afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (Guðrún Brá á 20 ára stórafmæli!!!) og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hófu í gær keppni á Avenue Spring Break Classic mótinu í Kapalua, Maui á Hawaii. Spilað er á Bay golfvellinum. Mótið stendur dagana 24.-26. mars 2014 og þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum. Guðrún Brá er í 12. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag, lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Á hringnum fékk Guðrún Brá 3 fugla og 5 skolla. Guðrún Brá er á 1.-2. besta skorinu í liði sínu, en lið Fresno State er í 10. sæti í mótinu. Í dag fer Guðrún Brá út af Lesa meira
Golfútbúnaður: Lúxusgolfbílar
Nú nálgast sumarið óðfluga og margir sem ekki getað spilað golf ýmissa hluta vegna nema á golfbíl. Til eru margar gerðir golfbíla og Bubba Watson efast ekki um hvaða golfbíll honum finnst bestur – Garia golfbíllinn, en meðal staðalútbúnaðar í bílnum er kælifag til þess að halda drykkjum köldum meðan hringur er spilaður. Fyrir utan svifnökkvann sinn kýs Bubba líka venjulegri gerð golfbíla og þá er það Garia golfbíllinn sem verður fyrir valinu. Hann segir golfbílinn svo þægilegan að vel geti verið að hann verði meira í honum en bílnum sínum en allir vita að Bubba á „General Lee.“ Það sem Bubba finnst þægilegt við Garia bílinn er m.a. háklassa Lesa meira
GK: Gísli Sveinbergs sigraði í sunnudagspúttmóti nr. 2 – Myndasería
Í gær sunnudaginn 23. mars 2014 var annað mótið af fjórum haldið í Hraunkoti í samvinnu við FootJoy á Íslandi. Það eru glæsilegir vinningar í boði frá FootJoy og Hraunkoti. Efstu sex sætin gefa vinning og aukaverðlaun veitt fyrir 20. sæti. Sigurvegarinn fær flotta skó frá FootJoy og einnig gefur FootJoy golfboli, húfur og hanska. Hraunkot gefur Gullkort og Platínukort. Um 60. manns púttuðu og aftur var frábært veður í Hraunkoti , eins og fyrir viku síðan Sjá má litla myndaseríu frá sunndagspúttmóti 2 með því að SMELLA HÉR: Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Gísli Sveinbergsson 25 pútt (12-13) 2. sæti Þór Breki Davíðsson 27 pútt (15-12) 3. sæti Birgir Lesa meira
Sunnudagspúttmót FJ og Hraunkots nr. 2 – 23. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Jóhannsson – 24. mars 2014
Það er Baldvin Jóhannsson, GK, sem er afmæliskylfingur dagins. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 76 ára í dag. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. mars 1951 (63 ára); Andrés Jón Davíðsson, golfkennari, 24. mars 1968 (46 ára); Jason Dufner, 24. mars 1977 (37 ára); Elliot Saltman, 24. mars 1982 (einn skosku golfbræðranna – 32 ára); Maria Hernandez, 24. mars 1986 (28 ára) …. og ….. Golfklúbbur Kópavogs Og Garðabæjar (20 ára stórafmæli!!!) Golf 1 óskar öllum kylfingum, Lesa meira









