Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór og Ari hefja keppni í Arkansas í dag

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir keppa í liði Arkansas Monticello hefja í dag keppni í UAFS Invitaional sem fram fer í Fort Smith í Arkansas.

UAFS  háskólinn er gestgjafi en þetta er árlegt mót þeirra, Lions Golf Classic og keppa bæði kvenna- og karlalið skólanna, sem þátt taka í mótinu.

Mótið stendur dagana 24.-25. mars og fer fram í  Hardscrabble Country Club.

Hringurinn í dag, mánudaginn 24. mars hefst með shotgun starti, meðan lokahringurinn á þriðjudag hefst kl.  8:30

Eftirfarandi 11 lið keppa í karlaflokki í mótinu: UAFS, Newman, Texas A&M International, Northwestern Oklahoma State, Southeastern Oklahoma State, Cameron University, East Central University, Texas A&M-Commerce, University of Arkansas-Monticello, McMurry and Rogers State.