Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2014

Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963.  Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili. Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna að bæði dóttir hennar Jódís og sonur hennar Axel Bóasson hafa spilað á Eimskipsmótaröðinni, og Axel er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011 og stendur sig feykivel í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Mississippi State. Kristín sjálf sigraði 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er næstum alltaf með þeirra efstu.

Kristín Sigurbergsdóttir, GK (t.v.) ásamt holli sínu á Lancome mótinu á Hellu 2013. Mynd: Golf 1

Kristín Sigurbergsdóttir, GK (t.v.) ásamt holli sínu á Lancôme mótinu á Hellu 2013. Mynd: Golf 1

Kristín er auk þess núverandi Íslandsmeistari í flokki 50+ með forgöf.

Kristín (t.h.) ásamt Ásgerði Sverrisdóttur, Íslandsmeistara 50+ án forgjafar 2013. Mynd:  GSÍ

Kristín (t.h.) ásamt Ásgerði Sverrisdóttur, GR, Íslandsmeistara 50+ án forgjafar 2013. Mynd: GSÍ

Kristín er gift Bóasi og eiga þau eins og áður segir tvö börn Axel og Jódísi. Komast má á facebooksíðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard (Dick) Mast, 23. mars 1951 (63 ára); Vignir Freyr Andersen, 23. mars 1971 (43 ára); Heather Bowie Young, 23. mars 1975 (39 ára); Montford Johnson Wagner, 23. mars 1980 (34 ára); Birgir Mar Guðfinnsson, 23. mars 1982 (32 ára) GG; Evan Samuel Mickelson, 23. mars 2003 (11 ára – sonur Phil) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is