Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Stefanía Krístín báðar á 2. besta skori liða sinna á Wingate mótinu

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens taka þátt í Wingate Pinehurst Challenge mótinu, en mótið hófst í gær og lýkur í dag 24. mars 2014.

Báðar eru þær á 2. besta skori liða sinna.  Þátttakendur eru 90 frá 18 háskólum.

Íris Katla lék á 89 höggum og deilir 47. sætinu í einstaklingskeppninni, en „the Royals“ golflið hennar er í 7. sæti í liðakeppninni.

Stefanía Kristín lék á 90 höggum og deilir 58. sætinu í einstaklingskeppninni, en „the Falcons“ golflið hennar er í 17. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á Wingate Pinehurst Challenge eftir fyrri mótsdag SMELLIÐ HÉR: