Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hlaut háttvísibikar GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 08:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 12. sæti e. 1. dag á Hawaii

Afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK  (Guðrún Brá á 20 ára stórafmæli!!!) og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hófu í gær keppni á Avenue Spring Break Classic mótinu í Kapalua, Maui á Hawaii. Spilað er á Bay golfvellinum.

Mótið stendur dagana 24.-26. mars 2014 og þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum.

Guðrún Brá er í 12. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag, lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Á hringnum fékk Guðrún Brá 3 fugla og 5 skolla.

Guðrún Brá er á 1.-2. besta skorinu í liði sínu, en lið Fresno State er í 10. sæti í mótinu.

Í dag fer Guðrún Brá út af 10. teig kl. 7:45 að staðartíma á Kapalua þ.e. kl. 17:45 hér heima á Íslandi.

Innilega til hamingju elsku Guðrún Brá – bæði með afmælið og góðan árangur. Gangi þér sem best!!!

Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá SMELLIÐ HÉR: