Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 09:15

GKG 20 ára – Skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu íþróttamiðstöðvar

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG átti 20 ára afmæli í gær mánudaginn, 24. mars 2014.  Haldið var upp á afmælið í stórri afmælisveislu helgina þar áður.  Í tilefni afmælisins var undirrituð viljayfirlýsing til byggingar nýrrar íþróttamiðstöðvar. Hér má lesa grein Agnars Más Jónssonar, framkvæmdastjóra GKG um afmælið og viljayfirlýsinguna, en hann sendi auk þess Golf 1 meðfylgjandi myndir af undirritun viljayfirlýsingarinnar og teikningar af íþróttamiðstöðinni fyrirhuguðu. Hér fer grein Agnars:

„Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, er 20 ára á þessu ári. Af því tilefni var skrifað var undir  viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG af bæjarstjórum Kópavogs og Garðabæjar, þeim Gunnari Einarssyni og Ármanni Kr. Ólafssyni ásamt formanni GKG Guðmundi Oddsyni.

F.v.: Guðmundur Oddsson, Una, tveir óþekktir, Agnar Már

F.v.: Guðmundur Oddsson, Una María Óskarsdóttir, Gunnar Einarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG.

Mikið fjölmenni mætti á afmælisfundinn en um 250 félagsmenn sóttu klúbbinn heim að því tilefni og þurfti ekki frekari vitnana við að félagsaðstaðan er löngu sprungin því færri komust að en vildu.

Fleiri krakkar og unglingar eru við golfæfingar í GKG en í stærsta klúbbi Danmerkur!!!

Fleiri krakkar og unglingar eru við golfæfingar í GKG en í stærsta klúbbi Danmerkur!!! Því er íþróttamiðstöðin brýn enda núveranda aðstaða GKG búin að sprengja allt utan af sér

Þrátt fyrir ungan aldur er GKG orðinn annar stærsti golfklúbbur landssins og skarar fram úr varðandi barna og unglingastarf. Í klúbbnum eru nú um 2000 félagar , 338 af þeim eru börn og unglingar undir 15 ára aldri. Að auki eru 67 einstaklingar 16 til 18 ára og um 470 krakkar fara í gegnum golfleikjanámskeið GKG. Það eru því tæplega 900 börn og unglingar sem nýta sér þjónustu GKG á hverju ári. Þess má geta í því samhengi, að stærsti klúbbur Danmerkur er með 180 börn og unglinga skráða sem meðlimi.

11-GKG

Nýja aðstaðan í nýju íþróttamiðstöð GKG verður stílhrein og flott!!!

Nýja aðstaðan í nýju íþróttamiðstöð GKG verður stílhrein og flott!!!

Félagsaðstaða GKG hefur á engan hátt fylgt eftir þeirri aukningu sem verið hefur á iðkendum, en núverandi golskáli var söluskáli á Selfossi og keyptur af GKG vorið 1990. Undanfarin ár hefur því verið unnið að þarfagreiningu á klúbbhúsi fyrir GKG. Í ljósi þess að barna- unglinga og afreksstarf félagsins er með þeim hætti sem er, þarf að taka mið af því við byggingu nýs klúbbhúss. Það var því niðurstaðan að sameina innanhússæfingastöðu við félagsaðstöðuna og byggja Íþróttamiðstöð í stað hefðbundins klúbbhúss. Búið er að teikna drög að Íþróttamiðstöðinni og er það Helgi Már Halldórsson sem unnið hefur þá vinnu.

Helgi Már hefir teiknað drög að íþróttamiðstöð GKG

Helgi Már Halldórsson hefir teiknað drög að íþróttamiðstöð GKG

Helgi Már hefir teiknað drög að íþróttamiðstöð GKG

Helgi Már Halldórssonhefir teiknað drög að íþróttamiðstöð GKG

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir hve mikilvæg starfsemi GKG væri fyrir samfélagið.  Fyrir utan það forvarnagildi sem barna- og unglingastarfið væri, þá væri það líka mikilvægt að búa sem mestan fjölbareytilieika. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs bætti því við að golfið væri íþrótt sem hægt væri að stunda fram eftir aldri og um 200 eldri borgarar eru skráðir í GKG. Margir  þeirra spila golf allan ársins hring og veitir golfið með þeim hætti þessum bæjarbúum glæsilega hreyfingu sem og félagslíf.

Forvarnargildi barna-og unglingastarfs mikið

Forvarnargildi barna-og unglingastarfs í golfinu er mikið

Það er von forráðamanna GKG að hægt verði að hefja byggingu íþróttamiðstöðvarinnar næstkomandi haust enda er þörfin orðin brýn.“

Nú þarf kné að fylgja kviði - Eftir viljayfirlýsingu þarf að hefja framkvæmdir - tilkoma nýrrar íþróttamiðstöðvari er brýn

Nú þarf kné að fylgja kviði – Eftir viljayfirlýsingu þarf að hefja framkvæmdir – tilkoma nýrrar íþróttamiðstöðvar er brýn!