GR: Jónas Gunnarsson púttmeistari GR-karla 2014!!!
Föstudagskvöldið 21. mars fór fram lokaumferðin í Púttmótaröð karla á Korpúlfsstöðum. Mikil spenna var fyrir lokaumferðina. Sigurvegari og Púttmeistari karla 2014 er stórkylfingurinn Jónas Gunnarsson. Fast á hæla hans kom Hannes G. Sigurðsson og þriðja sætið tók Þórður Axel Þórisson. Vel að verki staðið hjá þessum heiðursmönnum!!! Halldór Kristjánssn mótsstjóri vill koma fram þökkum til allra þeirra sem þátt tóku í mótaröðinni í vetur. Sjá má úrslitin í GR-mótaröð karla með því að smella á eftirfarandi tengil Púttmótaröð GR- karla – Lokastaða Smellið á myndir hér að neðan til að stækka þær:
GO: Aldís best á púttmótaröð GO-kvenna 2014!
Úrslitin í Púttmótaröð Oddskvenna veturinn 2014 – 3 bestu skor giltu er eftirfarandi: 1. sæti Aldís Björg Arnardóttir – 75 högg 2. sæti Sigfíð Runólfsdóttir – 77 högg 3. sæti Rósa Pálína Sigryggsdóttir – 78 högg 4. sæti Inga Engilberts – 78 högg 5. sæti Hulda Björg Rósardóttir – 80 högg
Wie framlengir samning við Kia
Ladies Professional Golf Association (LPGA) Tour kylfingurinn Michelle Wie og Kia Motors America, framlengdu samning Wie við fyrirtækið til margra ára. Samningurinn var upphaflega gerður til 4 ára, þ.e. stofnað til hans 2010 segir m.a. að Michelle Wie gegni hlutverki alþjóðlegs talsmanns fyrirtækisins. Hún hefir margorft komið fram opinberlega í kynningar- auglýingar eða markaðshlutverki fyrir fyrirtæið. Michelle Wie er sem stendur í 41. sæti Rolex heimslistans. Hún mun vera með auglýsingu frá Kia á golfpokanum sínum þar sem eftir er 2014 keppnistímabilsins. Hún mun í fyrsta sinn vera með slíkan poka á morgun þegar hún hefur leik á hinu árlega Kia Classic Tournament á Aviara golfvellinum í Kaliforníu. Á mótinu mun líka Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már náði sér aldrei á strik
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku í gær keppni á 21. móti UALR First Tee Classic, í Arkansas. Mótið var tveggja daga þ.e. stóð dagana 24.-25. mars 2014. Þátttakendur voru 75 keppendur frá 14 háskólum, en auk McNeese tóku þátt: Southland foes Abilene Christian, Oral Roberts, Sam Houston State og Stephen F. Austin, UALR. Jafnframt tóku þátt Arkansas State, Lipscomb, Louisiana-Monroe, Missouri State, Nebraska-Omaha, Northern Iowa, Southern Illinois og UT Martin. Í liði McNeese voru eftirfarandi keppendur: Hampus Bergman, Martin Eriksson, Geoff Fry, Shane Fontenot og Ragnar Már. Ragnar Már átti ekkert sérstakan 2. dag fremur en fyrstu tvo hringi fyrsta dags. Hann lék á óvenju háu skori miðað við hvernig Lesa meira
Hvaða risamót eru best?
Í vitund margra skiptast risamótin 4 niður á eftirfarandi máta: The Masters er „fallegasta“ risamótið; Opna breska er „sögufrægasta“ risamótið þ.e. það risamót með ríkustu hefðina; Opna bandaríska er „erfiðasta“ risamótið (í þessu risamóti er yfirleitt keppt við erfiðar aðstæður, slæmt veður um hásumar þ.e. ofboðslegan hita oft á tímum, auk þess sem völlurinn er yfirleitt níðingslega erfitt settur upp – sama hvar spilað er) þannig að yfirleitt eru lág skor hjá súperstjörnum golfsins sjaldséð og loks er „léttasta“ risamótið PGA Championship. Þannig að þegar fólk er spurt að því hvert sé uppáhaldsrisamótið eða hvaða risamót þeim finnist best þá skipta flestir sér niður á milli The Masters eða Opna Lesa meira
Alheimslögmál golfsins
Alheimslögmál golfsins (ens.: Cosmic laws of golf) Lögmál nr. 1: Það skiptir ekki máli hversu slæmt síðasta högg þitt var, þú átt eftir að sjá það verra. Þetta lögmál hverfur ekkert á 18. holu, þar sem það hefir þá yfirnáttúrulega tilhneigingu til þess að eiga við um heilt mót, heilt sumar eða jafnvel heila ævi. Lögmál nr. 2: Á eftir besta golfhring þínum áttu versta golfhringinn þinn. Líkindi á því síðarnefnda aukast eftir því sem þú segir fleirum frá því fyrrnefnda. Lögmál nr. 3: Glænýir golfboltar virðast vera með vatnshindranasegul. Jafnvel þó ekki sé hægt að sanna þetta á rannsóknarstofu, þá er það þekkt staðreynd að þeim mun dýrari sem golfboltinn er, þeim mun meiri líkur er Lesa meira
Frægðarhöll kylfinga breytir um valferli
Frægðarhöll kylfinga (ens.: World Golf Hall of Fame) hefir gert breytingar á valferli sínu, þ.e. hverjir velja kylfingana, sem hljóta þennan eftirsótta heiður. Hér áður fyrr voru það fjölmörg hundruð manna sem komu að vali á næsta frægðarhallarkylfingnum m.a. fjölmiðlamenn, forvígismenn innan golfsins og félagar, sem þegar höfðu hlotið inngöngu í frægðarhöllina. Þeir ákváðu hverjir til viðbótar hlytu inngöngu. Valnefndin nú er skipuð: 3 golffréttamönnum, 4 félögum sem þegar hafa hlotið inngöngu í frægðarhöllina og 9 stjórnendum í golfheiminum (ens. golf administrators), alls 16 mönnum. Til þess að komast í frægðarhöllina verður kylfingur að hljóta 75% atkvæða nefndarinnar eða hljóta atkvæði 12 af þessum 16 nefndarmanna. (Í fyrra komust Fred Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili og stundar nú nám og spilar golf með golfliði Fresno State háskólans í Kaliforníu. Á afmælisdaginn er hún við keppni í Kapalua á Hawaii. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010. Guðrún Brá varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2011. Guðrún Brá tók þátt í Duke of York mótinu 2011 og 2012 og stóð sig vel, bæði skiptin. Guðrún Brá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már átti erfiða byrjun á UALR First Tee Classic mótinu
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hófu í gær keppni í 21. móti UALR First Tee Classic, í Arkansas. Mótið er tveggja daga þ.e. stendur dagana 24.-25. mars 2014 og lýkur því í kvöld. Þátttakendur eru lið 14 háskóla, en auk McNeese taka þátt: Southland foes Abilene Christian, Oral Roberts, Sam Houston State and Stephen F. Austin, UALR. Jafnframt taka þátt Arkansas State, Lipscomb, Louisiana-Monroe, Missouri State, Nebraska-Omaha, Northern Iowa, Southern Illinois og UT Martin. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Í liði McNeese eru eftirfarandi keppendur: Hampus Bergman, Martin Eriksson, Geoff Fry, Shane Fontenot og Ragnar Garðarsson. Ragnar Már átti ekkert sérstakan 1. dag lék á samtals 157 höggum (79 78) Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Isabell Gabsa (24/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Lesa meira









