Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og „The Royals“ luku keppni í 6. sæti Wingate mótsins – Stefanía Kristín á besta skori „The Falcons“

 Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens og klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer „The Falcons“ tóku þátt í Wingate Pinehurst Challenge mótinu, en mótinu sem var tveggja daga og stóð 23.-24. mars 2014 lauk í gær.

 Þátttakendur voru 90 frá 18 háskólum.

Íris Katla varð í 31. sæti í mótinu lék á samtals 173 höggum (89 84) en Stefanía Kristín varð í 47. sæti lék á samtals 177 höggum (90 87). Báðar bættu sig um nokkur högg milli hringja, Íris Katla um 5 högg og Stefanía Kristín um 3 högg.

Íris Katla var á 2. besta skori „The Royals, sem hafnaði í 6. sætinu í liðakeppninni af 18 liðum, sem þátt tóku en Stefanía Kristín var á besta skori „The Falcons“, sem varð í 16. sæti í liðakeppninni.

Íris Katla og „The Royals“ keppa næst í Belmont Abbey boðsmótinu í Norður-Karólínu 7. apríl n.k. en Stefanía Kristín og „The Falcons“ keppa næst í The Cliffs Intercollegiate í Suður-Karólínu 31. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wingate Pinehurst Challenge  SMELLIÐ HÉR: