Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 07:45

Golfútbúnaður: Lúxusgolfbílar

Nú nálgast sumarið óðfluga og margir sem ekki getað spilað golf ýmissa hluta vegna nema á golfbíl.

Til eru margar gerðir golfbíla og Bubba Watson efast ekki um hvaða golfbíll honum finnst bestur – Garia golfbíllinn, en meðal staðalútbúnaðar í bílnum er kælifag til þess að halda drykkjum köldum meðan hringur er spilaður.  Fyrir utan svifnökkvann sinn kýs Bubba líka venjulegri gerð golfbíla og þá er það Garia golfbíllinn sem verður fyrir valinu.  Hann segir golfbílinn svo þægilegan að vel geti verið að hann verði meira í honum en bílnum sínum en allir vita að Bubba á „General Lee.“  Það sem Bubba finnst þægilegt við Garia bílinn er m.a. háklassa hljómflutningskerfi og sætin sem merkt eru bæði honum og Garia. Hér má sjá myndskeið af Bubba í Garia golfbíl SMELLIÐ HÉR: 

Fyrir þá sem kjósa fremur að skera sig úr þá er California Roadster golfbíllinn nokkuð sem líta ber á.  Þar er íburðurinn sem ræður ríkjum, útvarp, leðursæti og eldglæringar málaðar á golfbílinn.  Til þess að sjá kynningarmyndskeið á California Roadster golfbílnum SMELLIÐ HÉR: 

Sérsmiðaður California Roadster golfbíll

Sérsmiðaður California Roadster golfbíll

Ford Hot Rod Roadster golfbílnum má m.a. aka úti í umferðinni, en hann er löglegur í Bandaríkjunum til þeirra nota utan golfvallarins.  Þessi bíll kostar um $ 12.000,- (þ.e. um 1,5 milljón íslenskra króna í Bandaríkjunum). Fallegur hárrauður liturinn og bílahönnun, sem sækir fyrirmyndir aftur í tímann sker sig líka úr í golfbílaflórunni.  Sjá má kynningamyndskeið á Ford Hot Rod-inum með því að SMELLA HÉR: 

Loks er e.t.v. vert að kynna míní útgáfu af Hummer jeppanum, sem golfbíl. Hann er e.t.v. praktískari hér á landi þar sem hann kemur með plastyfirbyggingu þannig að kylfingar blotna ekki í rigningu eða slæmu veðri. Sjá má kynningarmyndskeið með Hummer golfbílnum með því að SMELLA HÉR: 

Hummer golfjeppinn

Hummer golfjeppinn – Ótrúeg þægindi og svo er líka hægt að fá plast til þess að ekki rigni inn á kylfinga

Ein umhverfisvæn útgáfa af Hummernum er „græni“ umhverfisvæni Hummer golfbíllinn sem m.a. umbreytir kolvetnis díoxíði í súrefni, með hjálp þörunga panels.  Ókosturinn við þetta er dýrt viðhald, en auk alls sem almennir bílar þarfnast þá þarf líka að skipta reglulega um þörungana … og þeir fást ekki allsstaðar.  En golfbíllinn er töff, framúrstefnulegur og öðruvísi.  Sjá mynd hér að neðan:

„Græni" umhverfisvæni Hummer golfbíllinn

„Græni“ umhverfisvæni Hummer golfbíllinn

En svo skipt sé algerlega yfir með aðaláherslu á lúxus, þá eru fáir golfbílar sem standast Cadillac Escalade snúningi. Hann malar mjúklega áfram eftir golfbílastígnum útbúinn öllum hugsanlegum lúxus sem prýtt getur einn golfbíl. Sjá mynd hér að neðan:

Cadillac Escalade golfbíllinn

Cadillac Escalade golfbíllinn

Loks er vert að geta Smoothster golfbílsins, sem er alger lúxusgolfbíll hannaður af Boyd Coddington og sækir fyrirmynd sína í Roadster bílana frá 1930 líkt og Ford Hot Rod Roadsterinn.  Línurnar í bílnum eru klassískar og hægt að velja um ýmsan aukaútbúnað. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ford Hot Rod Roadster í appelsínu gulum lit

Smoothster  í appelsínu gulum lit