Carin Koch verður fyrirliði Solheim Cup liðs Evrópu 2015
Tilkynnt var um að í dag að hin sænska Carin Koch hafi verið útnefnd fyrirliði evrópska Solheim Cup liðsins, sem reyna mun að ná 3. sigrinum í röð gegn liði Bandaríkjanna í viðureign liðanna í Golf Club St. Leon-Rot í Þýskalandi. Koch mun reyna að halda Solheim bikarnum í Evrópu en síðast vann liðið 18-10 gegn bandaríska liðinu í Colorado Golf Club árið 2013, þegar evrópska liðið vann sögulegan sigur, en þetta var fyrsti sigurinn á bandarískri grund. Lið Evrópu hefir nú sigrað í tveimur mótum í röð en fyrri sigurinn kom 2011 í Killeen Castle á Írlandi. Mótið á næsta ári fer fram 18.-20. september. „Ég er gríðarlega ánægð Lesa meira
The Masters 2014: Um mikilvægi þess að vera trúr sjálfum sér
Hér verður rifjuð upp grein Golf 1, sem rituð var meðan Masters 2012 stóð yfir. Staðan þar var sú að Rory McIlroy, sem flestir spá sigri nú í ár, 2014, var að snúa aftur á Augusta National, eftir að hafa glutrað niður sigri árið áður þ.e. 2011. Eftir 1. hringinn nú í ár (2014) er Rory í góðri stöðu deilir 12. sæti ásamt 7 kylfingum og er 3 höggum frá forystumanni 1. hrings, Bill Haas. En rifjum upp Rory þegar hann sneri aftur til keppni á Masters 2012: Rory McIlroy átti lokahring á The Masters (á síðasta ári þ.e.) 2011, sem seint gleymist. Hann var með sigurinn svo til vísann Lesa meira
The Masters 2014: Hvað er í pokanum hjá forystumanni 1. dags – Bill Haas?
Bill Haas er s.s. fram er komið í forystu eftir 1. dag The Masters 2014, eftir að hafa verið á 4 undir pari, 68 höggum. Þessi fimmfaldi sigurvegari á PGA mótaröðinni hefir ekki gert neinar stórvægilegar breytingar á útbúnaði sínum þó hann hafi látið lagfæra Titleist 913D2 dræverinn sinn í síðustu viku á Shell Houston Open. Til þess að taka spinnið úr drævernum valdi Haas sér Aldila Rogue 70TX skaft með léttari skrúfu og B1 setting á Titleist SureFit hosel. Með breytingunum minnkaði spinnið á boltanum og veitti Haas boltaflugið sem hann sóttist eftir. Haas missti aðeins af einni braut á 1. hring The Masters í gær. Hér má sjá kylfurnar Lesa meira
The Masters 2014: Bill Haas í forystu e. 1. dag
Það er Bill Haas, sem leiðir eftir 1. hring The Masters risamótsins, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum. Haas byrjaði ekkert vel, fékk skolla á 1. braut hinni 407 metra löngu par-4 Tee Olive braut. Hann kom síðan tilbaka með fuglum á 2.; 4. og 7. braut. Eftir fyrri 9 var Haas því á 2 undir pari. Á seinni 9 gekk Haas m.a. vel í Amen Corner en hann náði fugli á par-5 Azalea (Alparósar)brautinni. Eins var Haas með fugla á par-4 Chinese Fir brautinni (þeirri einu á vellinum þar sem engin sandglompa er) og lauk hringnum á fugli á 1. braut þó hann hafi fengið skolla Lesa meira
EPD: Þórður Rafn úr leik
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnumaður úr GR, tók þátt í Open Madaef mótinu en leikið var á golfvelli, EL Jadida Royal Golf & Spa (El Jadida, Marokko), hönnuðum af Cabell B. Robinson. Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Þátttakendur í mótinu voru 120. Þórður Rafn lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (77 80). Líkt og fyrr var þetta EPD mót 3 hringja og skorið niður eftir 2 hringi. Þórður Rafn var 6 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 7 yfir par. Sigurvegari í mótinu varð Þjóðverjinn Marcel Schneider, en hann lék hringina 3 á samtals 6 undir pari, 210 höggum (71 71 68). Til þess að Lesa meira
OGA: Ólafur Björn sigraði á Reunion mótinu
Ólafur Björn Loftsson, NK, sigraði á Reunion mótinu á OGA mótaröðinni í Flórída, 9. apríl eða í gær, en mótið fór fram á Watson vellinum í Orlando. Þátttakendur voru 10. Ólafur Björn lék á 8 undir pari, 64 höggum. Ólafur sagði eftirarandi að sigri loknum á facebook síðu sinni: „Lék á 64 (-8) höggum og sigraði á móti á OGA mótaröðinni í gær á Reunion Watson vellinum í Orlando. Tilfinningin var frábær enda var þessi hringur einn sá besti sem ég hef spilað. Það var dágóður vindur en ég stjórnaði boltanum af miklu öryggi, sló hvert góða höggið á eftir öðru og fékk samtals 9 fugla á hringnum. Ég ákvað Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Steffi Kirchmayr (29/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 3 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 2, sem deildu 2.3.. sætinu þ.e. þær Steffi Kirchmayr og Sally Watson en þær léku báðar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 3. sæti og Faulkner efst á Redhawk Spring Classic
Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK ásamt golfliði Faulkner tóku þátt í Redhawk Spring Classic mótinu, sem fram fór á golfvelli í Martin Methodist Canebrake golfklúbbnum í Athens, Alabama. Mótið fór fram dagana 7.-8. apríl s.l. og voru þátttakendur 48 frá 9 háskólum. Hrafn lék á samtals 143 höggum (73 70) og varð í . sæti í einstaklingskeppninni. Félagar hans röðuðu sér í efstu sætin og varð Faulkner því með mikla yfirburði og sigraði í liðakeppninni. Skor Hrafns, sem var á 3. besta skorinu taldi að sjálfsögðu. Næsta mót Hrafns og Faulkner er Southern States Athletic Conference (SSAC) tournament sem hefst mánudaginn 14. apríl n.k. Til þess að sjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 42 ára afmæli í dag! Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni (GL). Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA. Þórður er kvæntur Íris Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Þórður Þórðarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, GO, 10. apríl 1949 (65 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (52 ára); Patrice Mourier, franskur 10. apríl 1962 (52 Lesa meira
The Masters 2014: Myndasería frá 1. degi – Staðan
Það hefir væntanlega ekki farið framhjá neinum að Masters risamótið hófst kl. 11: 45 í morgun. Sjá má nokkrar myndir frá 1. degi The Masters með því að SMELLA HÉR: Þar má m.a. sjá golfgoðsagnirnar 3; Arnold Palmer, Gary Player og Jack Nicklaus slá heiðursupphafshöggin s.s. hefð er fyrir. Með því að SMELLA HÉR: má líka sjá stöðuna á The Masters.










