The Masters 2014: Hápunktar 2. dags – Myndskeið
Þegar Masters risamótið er hálfnað er það Masters sigurvegarinn 2012, Bubba Watson, sem hefir 3 högga forystu á næsta mann, Ástralann John Senden. Bubba er búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum (69 68) en John Senden 4 undir pari, 140 höggum (72 68) Næstu menn, allir á 3 undir pari (4 höggum á eftir Bubba) eru þeir: Jonas Blixt, Thomas Björn, Jordan Spieth og Adam Scott. Meðal helstu tíðinda á 2. degi Masters var að Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag Masters risamótsins SMELLIÐ HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags Masters risamótsins með því að SMELLA Lesa meira
The Masters 2014: Uppskrift að ekta Pimento Osta samloku á la Masters
Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, á síðasta ári (2013) til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka 🙂 ) Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er Lesa meira
3 mót á dagskrá í dag – Stóra fiskimótinu hjá GSG aflýst og Opna Landsbankamóti GÞ frestað
Það eru 3 golfmót sem fara fram á landinu í dag, laugardaginn 12. apríl 2014. Alls eru 259 kylfingar skráðir til þátttöku í golfmót í dag (111 í Keflavík hjá GS; 46 í Grindavík hjá GG og 102 í Mosfellsbæ hjá GKJ). Af þessum 259 kylfingum eru 14 kvenkylfingar; 9 taka þátt í GS mótinu og 5 hjá GKJ en engin í Grindavík Tvö önnur mót áttu líka að fara fram: Stóra fiskimótið hjá GSG og Opna Landsbankamótið hjá GÞ. Báðum þessum mótum hefir annars vegar verið aflýst og hins vegar frestað. Þannig segir í fréttatilkynningu frá GSG: „Vegna lélegrar þátttöku og þar sem veðurspá er ekki góð er Lesa meira
The Masters 2014: Rástímar 3. dags
Margir góðir farnir heim – svoleiðis er það alltaf þegar bestu allir bestu kylfingar heims keppa á risamóti sem The Masters. Meðal þeirra sem farnir eru, eru Luke Donald, Phil Mickelson, Sergio Garcia, Ernie Els og Dustin Johnson. En það eru 53 sem heyja baráttuna nú um helgina um hver standi uppi sem Masters risamóts meistari ársins 2014. Rástíma þeirra má sjá með því að SMELLA HÉR: …. eða hér að neðan: Kl. 10:15 að staðartíma (kl. 14:15 að íslenskum tíma) Rory McIlroy (Rory er einn í ráshóp en dómarar munu ganga með honum) Kl. 10:25 (ísl. tími 14:25) Jason Day og Joost Luiten Kl. 10:35 (ísl. tími 14:35) José Maria Olazabal og Lesa meira
The Masters 2014: Bubba Watson efstur e. 2. dag – margir góðir úr leik!
Það er Masters sigurvegarinn Bubba Watson sem tekið hefir forystuna í mótinu á 2. degi The Masters risamótsins. Bubba er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum (69 68). Enn eiga nokkrir eftir að ljúka keppni þegar þetta er ritað m.a. Adam Scott en hann er á 3 undir pari þegar hann á eftir að leika 2 holur. Bill Haas, forystumaður 1. dags átti afleitan hring í dag, en hann er búinn að leika á 4 yfir pari og á einnig 2 holur eftir óspilaðar. Ljóst er að margir góðir kylfingar komast ekki í gegnum niðurskurð m.a. fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald, en vítið sem Lesa meira
GSG: Stóra fiskimótið fer fram á morgun
Á morgun fer fram hjá Golfklúbbi Sandgerðis (GSG) Stóra fiskimótið. Mótið er með Texas Scramble fyrirkomulagi og 2 í liði. Verðlaun eru ekki af lakari endanum en þau eru eftirfarandi: Verðlaun í Stóra Fiskimótinu 12. Apríl 2014 1. sæti Ýsuflök 5 lbs og Silungur 2.1/2 kg sinnum 2 2. sæti Ýsuflök 5 lbs og Silungur 2.1/2 kg sinnum 2 3. sæti Ýsuflök 5 lbs og Silungur 2.1/2 kg sinnum 2 4. sæti Ýsuflök 5 lbs og Silungur 2.1/2 kg sinnum 2 5. sæti Ýsuflök 5 lbs og Silungur 2.1/2 kg sinnum 2 6. sæti Þorskhnakkar 5 lbs og Silungur 2.1/2 kg sinnum 2 7. sæti Þorskhnakkar 5 lbs og Silungur Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Georg Guðmundsson – 11. apríl 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Georg Guðmundsson. Pétur Georg er fæddur 11. apríl 1957 og því 57 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Pétur Georg hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum m.a. 1 móti í 50 ára afmælismótaröð GS s.l. helgi. Pétur Georg er með 13,7 í forgjöf. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Edward „Ted” Ball, 11. apríl 1939 – d. 1995; Michael Daly, f. 11. apríl 1952 (62 ára); John Flannery, 11. apríl 1962 (52 ára); Gary Orr, 11. apríl 1967 (47 ára); Roland Churchill Thatcher IV, 11. apríl 1977 (37 ára) … og … Rakel Garðarsdóttir F. 11. apríl 1974 (40 ára stórafmæli!!!) Lesa meira
The Masters 2014: Luke Donald fékk 2 högg í víti
Luke Donald fékk 2 högg í víti á The Masters risamótinu í gær, fimmtudaginn 10. apríl (upphafsdag mótsins) fyrir að „grounda“ kylfu sína meðan boltinn var enn í sandglompu á 9. holu. Talsmaður Augusta National sagði að áhorfandi hefði tilkynnt um vítaverðu framgöngu Donald og komið henni á framfæri við eftirlitsmann á vellinum. Talsmaður Augusta National, Steve Ethun, sagði að Donald hefði verið gert viðvart um vítið áður en hann skrifaði undir skorkort sitt en hefði hann skilað inn röngu skori hefði honum verið vísað út mótinu. Donald lék því á 77 höggum en varð að bæta við 2 vítahöggum á 9. holu og var skor hans því 79 (+7). Lesa meira
The Masters 2014: Phil tapaði $1 veðmáli við golfáhanganda
Phil Mickelson var við æfingar á Augusta National sl. þriðjudag í undirbúningi fyrir the Masters þegar teighögg hans á par-3 6. holunni var of langt og lenti bakvið flöt. Þar rakst Phil á miðaldra golfáhanganda sem var óhræddur við að segja þreföldum Masters meistaranum álit sitt á högginu. „Hann var eitthvað að tala um að þetta væri „erfitt högg“ sem ég ætti eftir, að redda þessu, ekki sjéns og bla, bla, bla,“ sagði Mickelson ergilegur. Phil veðjaði því við golfáhangandann að hann myndi ná boltanum á flöt og pútta fyrir pari. Mickelson hefir s.s. kunnugt er unnið sér inn meira en $80 milljónir á ferli sínum og tugimilljóna dollara til viðbótar Lesa meira
The Masters 2014: Veðjaði 1000 pundum á sigur Rory eftir að hann sá andlit hans í snúð
Maður nokkur veðjaði £1,000 (þ.e. 188.000 íslenskra króna) á sigur Rory McIlroy í The Masters eftir að honum fannst hann sjá andlit Rory í sætabrauðssnúð (ens. Danish Pastry.) Rob Price, háskólalektor í Andover, tvítaði mynd af sætabrauðssnúðnum og setti £1,000 á sigur Rory McIlroy á líkunum 11/1, sem þýðir að ef Rory vinnur hlýtur maðurinn £ 11.000,- þ.e.a.s. 2.068.000,- íslenskra króna. Price, sem er 27 ára sagði: „Ég trúði því bara ekki en þegar ég náði í snúðinn í bakaríi í Andover og tók hann úr umbúðunum sá ég andlit Rory brennt á snúðinn.“ Price tók myndinni í snúðnum sem tákni um að Rory muni sigra í Masters risamótinu. Eftir 1. Lesa meira









