Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2014 | 07:00

The Masters 2014: Hvað er í pokanum hjá forystumanni 1. dags – Bill Haas?

Bill Haas er s.s. fram er komið í forystu eftir 1. dag The Masters 2014, eftir að hafa verið á 4 undir pari, 68 höggum.  Þessi fimmfaldi sigurvegari á PGA mótaröðinni hefir ekki gert neinar stórvægilegar breytingar á útbúnaði sínum þó hann hafi látið lagfæra Titleist 913D2 dræverinn sinn í síðustu viku á Shell Houston Open.

Til þess að taka spinnið úr drævernum valdi Haas sér Aldila Rogue 70TX skaft með léttari skrúfu og B1 setting á Titleist SureFit hosel. Með breytingunum minnkaði spinnið á boltanum og veitti Haas boltaflugið sem hann sóttist eftir.  Haas missti aðeins af einni braut á 1. hring The Masters í gær.

Hér má sjá kylfurnar sem voru í poka Haas:

Dræver: Titleist 913D2 (Aldila Rogue 70TX shaft), 8.5°

3-tré: Titleist 913F.d (Aldila Tour Blue 85TX skaft), 15°

Blendingur: Titleist 913H (Aldila Tour Blue Hybrid 85TX skaft), 17°

Járn (3-PW): Titleist 714 AP2 (True Temper Dynamic Gold X100 sköft)

Fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (54-10S°, 60-07S °; True Temper Dynamic Gold X100 sköft)

Pútter: Scotty Cameron Studio Select Newport 2 Mid Slant

Bolti: Titleist ProV1x