Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2014 | 03:00

EPD: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnumaður úr GR, tók þátt í Open Madaef  mótinu en leikið var á golfvelli,  EL Jadida Royal Golf & Spa (El Jadida, Marokko), hönnuðum af Cabell B. Robinson.  Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni.

Þátttakendur í mótinu voru 120.

Þórður Rafn lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (77 80).

Líkt og fyrr var þetta EPD mót 3 hringja og skorið niður eftir 2 hringi.  Þórður Rafn var 6 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 7 yfir par.

Sigurvegari í mótinu varð Þjóðverjinn Marcel Schneider, en hann lék hringina 3 á samtals 6 undir pari, 210 höggum (71 71 68).

Til þess að sjá lokastöðuna á Open Madaef mótinu  SMELLIÐ HÉR: