Hrafn Guðlaugsson, GSE and Faulkner. Photo: In Hrafns possession
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 3. sæti og Faulkner efst á Redhawk Spring Classic

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK ásamt golfliði Faulkner tóku þátt í Redhawk Spring Classic mótinu, sem fram fór á golfvelli í  Martin Methodist Canebrake golfklúbbnum í Athens, Alabama.

Mótið fór fram dagana 7.-8. apríl s.l. og voru þátttakendur 48 frá 9 háskólum.

Hrafn lék á samtals 143 höggum (73 70) og varð í . sæti í einstaklingskeppninni.  Félagar hans röðuðu sér í efstu sætin og varð Faulkner því með mikla yfirburði og sigraði í liðakeppninni.  Skor Hrafns, sem var á 3. besta skorinu taldi að sjálfsögðu.

Næsta mót Hrafns og Faulkner er Southern States Athletic Conference (SSAC) tournament sem hefst mánudaginn 14. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna í Redhawk Spring Classic SMELLIÐ HÉR: