Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2014 | 04:00

The Masters 2014: Bill Haas í forystu e. 1. dag

Það er Bill Haas, sem leiðir eftir 1. hring The Masters risamótsins, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum.  Haas byrjaði ekkert vel, fékk skolla á 1. braut hinni 407 metra löngu par-4 Tee Olive braut.  Hann kom síðan tilbaka með fuglum á 2.; 4. og 7. braut. Eftir fyrri 9 var Haas því á 2 undir pari.

Á seinni 9 gekk Haas m.a. vel í Amen Corner en hann náði fugli á par-5 Azalea (Alparósar)brautinni.  Eins var Haas með fugla á par-4 Chinese Fir brautinni (þeirri einu á vellinum þar sem engin sandglompa er) og lauk hringnum á fugli á 1. braut þó hann hafi fengið skolla á Nandínu þar áður (þ.e. 17. braut Augusta National) – , (e.t.v. að ná sér eftir sjokkið að Eisenhower tréð sé farið þaðan).  Sem sagt Haas fékk 6 fugla og 2 skolla á 1. hring Masters.

Í 2. sæti 1 höggi á eftir Haas eru Adam Scott, sem á titil að verja. Louis Oosthuizen og Bubba Watson, allir á 3 undir pari, 69 höggum.

Fimmta sætinu deila hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar allir á 2 undir pari, 70 höggum þ.e. Brandt Snedeker, Kevin Stadler, Jonas Blixt, Marc Leishman, KJ Choi, Jimmy Walker og Gary Woodland.

Rory McIlroy sem fyrir mótið þótti sigurstranglegastur er enn einu höggi á eftir ásamt hóp af 7 öðrum kylfingum m.a. Jordan Spieth og Matteo Manassero.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Masters 2014 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dag á The Masters 2014 SMELLIÐ HÉR: