Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2014 | 22:45

The Masters 2014: Bubba Watson efstur e. 2. dag – margir góðir úr leik!

Það er Masters sigurvegarinn Bubba Watson sem tekið hefir forystuna í mótinu á 2. degi The Masters risamótsins.

Bubba er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum (69 68).

Enn eiga nokkrir eftir að ljúka keppni þegar þetta er ritað m.a. Adam Scott en hann er á 3 undir pari þegar hann á eftir að leika 2 holur.

Bill Haas, forystumaður 1. dags átti afleitan hring í dag, en hann er búinn að leika á 4 yfir pari og á einnig 2 holur eftir óspilaðar.

Ljóst er að margir góðir kylfingar komast ekki í gegnum niðurskurð m.a. fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald, en vítið sem hann hlaut í gær og Golf1 greindi frá virðist ætla að reynast honum dýrkeypt, þannig að hann kemst ekki í gegnum niðurskurð. Luke var á 77 höggum í gær þ.e. 5 yfir pari og lék á 2 undir pari í dag þ.e. 70 höggum og hefði því samtals verið að 3 yfir pari, en 2 högga vítið sem hann hlaut fyrir að snerta sand í sandglompu varð til þess að skor hans er samtals 5 yfir pari og niðurskurður miðaður við 4 yfir pari.

Aðrir góðir sem eru á heimleið eru m.a. Phil Mickelson, Ernie Els, Sergio Garcia, Victor Dubuisson, Charl Schwartzel, Dustin Johnson, Graeme McDowell, Matteo Manassero, Harris English og Jason Dufner.

Tvísýnt er þegar þetta er ritað hvort Rory McIlory komist í gegnum niðurskurð, en hann dansar á niðurskurðarlínunni og er búinn að spila það sem af er 2. hrings á 5 yfir pari og á aðeins eftir að spila 3 holur. Spennandi að sjá hvort hann heldur sér í mótinu, kylfingurinn, sem flestir spáðu sigri!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag The Masters SMELLIÐ HÉR: