Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2014 | 06:30

3 mót á dagskrá í dag – Stóra fiskimótinu hjá GSG aflýst og Opna Landsbankamóti GÞ frestað

Það eru 3 golfmót sem fara fram á landinu í dag, laugardaginn 12. apríl 2014.   Alls eru 259 kylfingar skráðir til þátttöku í golfmót í dag  (111 í Keflavík hjá GS; 46 í Grindavík hjá GG og 102 í Mosfellsbæ hjá GKJ).  Af þessum 259 kylfingum  eru 14 kvenkylfingar;  9 taka þátt í GS mótinu og 5 hjá GKJ en engin í Grindavík

Tvö önnur mót áttu líka að fara fram:  Stóra fiskimótið hjá GSG og Opna Landsbankamótið hjá GÞ.  Báðum þessum mótum hefir annars vegar verið aflýst og hins vegar frestað.  Þannig segir í fréttatilkynningu frá GSG:  „Vegna lélegrar þátttöku og þar sem veðurspá er ekki góð er Fiskimótinu aflýst.“

Í fréttatilkynningu frá GÞ segir: „

„Vegna lélegrar þátttöku hefur mótanefnd ákveðið að fresta mótinu sem átti að fara fram á morgun (laugardaginn 12. apríl) um óákveðinn tíma. 

Þeir sem höfðu skráð sig í mótið eru beðnir velvirðingar á þessu. 

Völlurinn verður opinn eins og verið hefur undanfarna daga og eru allir boðnir velkomnir á Þorláksvöll.“