Hver er kylfingurinn: Bubba Watson?
Hver er eiginlega Gerry „Bubba“ Watson? Hann varð frægur eftir frækinn sigur á Masters risamótinu 2012 og 16. febrúar s.l. sigraði hann í fyrsta skipti í 2 ár aftur á PGA Tour, þegar hann vann Northern Trust Open á Riviera í Kaliforníu. Nú er hann í sömu stöðu og hann var í fyrir 2 árum síðan; hann á sjéns á að sigra í The Masters eina ferðina enn. Tekst honum það? Hér fer allt nánar um Bubba…. Bubba fæddist 5. nóvember 1978, í Bagdad, Flórída og er því 33 ára. Hann er 1,91 m á hæð og 82 kg. Hann spilar á PGA túrnum og er þekktur fyrir að vera einn Lesa meira
The Masters 2014: Jordan Spieth gæti orðið sá yngsti til að sigra Masters risamótið
Jordan Spieth gæti nú í kvöld orðið yngsti Masters sigurvegari sögunnar og velt þar með af stalli einu metanna sem Tiger á, en hann er sá yngsti hingað til, til þess að hafa sigrað Masters risamótið, 21 árs. Spieth verður ekki 21 árs fyrr en 27. júlí n.k. og er næstyngstur þeirra sem komust í gegnum niðurskurð. Fyrir 4 árum á heitum ágústdegi 2010 var hinn 17 ára Jordan Spieth á 18. teig á TPC Sawgrass í Flórída að búa sig undir að slá í 3 manna bráðabana við Michael Johnson og Emiliano Grillo í the Junior Players Championship. Johnson setti niður 7 metra pútt og Spieth og Grillo urðu í Lesa meira
GG: Adam Örn Stefánsson og Axel Jóhann Ágústsson sigruðu á 2. Skálamóti
Skálamóti nr. 2 hjá Golfklúbbi Grindavíkur lauk í gær 12. apríl 2014. Veðrið var betra en svartsýnustu menn spáðu…. sem segir í raun ekki mikið. Þátttakendur voru 43 en engin kvenkylfingur meðal þátttakenda að þessu sinni. GG sagði að heiðursmaðurinn Grímur Þórisson hefði hringt um leið og úrslitin lágu fyrir, en illa skrifað skorkort gerði það að verkum að hann var í 1. sæti í höggleik,en það var ekki rétt. Sannur heiðurskylfingur hann Grímur Þórisson, sem menn mættu taka sér til fyrirmyndar!!! Grímur varð í 2. sæti í höggleiknum og munaði aðeins 1 höggi að hann væri í sigursæti. Stjórn GG vill koma því á framfæri að ný heimasíða Golfklúbbs Grindavíkur Lesa meira
The Masters 2014: Spieth og Watson leiða fyrir lokahringinn – hápunktar 3. dags
Það eru Bubba Watson og Jordan Spieth sem leiða fyrir lokahring The Masters risamótins. Báðir eru þeir búnir að spila á 5 undir pari, 211 höggum; Watson (69 68 74) en Spieth (71 70 70). Bubba átti í raun draumabyrjun; hann fékk skolla á par-4 1. holunni (Tea Olive) en náði því strax tilbaka með erni á par-5 2. brautinni (Pink Dogwood) þar sem hann fékk glæsiörn. Þetta var draumabyrjunin – en síðan var fátt um fína drætti – Bubba var með skolla á 3 par-3 holum (4., 6. og 16.) og síðan með skolla á par-4 7. holunni og tókst aðeins að rétta hlut sinn á Camelia brautinni par-4 Lesa meira
GS: Arnar Freyr og Steinþór Óli sigruðu á 2. móti 50 ára afmælismótaraðar GS
Í dag fór fram 2. mót í 50 ára afmælismótaröð GS. Veður til golfleiks var vægast sagt erfitt, en fremur hvasst var framan af degi og skor því fremur há. Inn á milli komu jafnvel slydduhryðjur. Þetta aftraði þó ekki 103 kylfinga frá því að ljúka leik í mótinu en 114 voru skráðir til keppni. Þar af luku 8 konur keppni! Elísabet Sara Cavara Árnadóttir, GS, stóð sig best í punktakeppninni var með 34 punkta en Laufey Jóna Jónsdóttir, GS stóð sig best í höggleiknum af konunum, lék Leiruna á 89 höggum, sem var vel af sér vikið í „Leirulogninu.“ Golf 1 var á staðnum og má hér sjá litla Lesa meira
50 ára afmælismót GS nr. 2 – 12. apríl 2014
Afmæliskylfingar dagsins: Russell Henley og Oliver Goss – 12. apríl 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru Russell Henley og Oliver Goss. Henley er fæddur í Macon, Georgíu 12. apríl 1989 og á því 25 ára afmæli í dag! Þrátt fyrir ungan aldur (aðeins kvart af öld) er Russell búinn að sigra tvívegis á PGA Tour, þ.e. á Sony Open 2013 og Honda Classic 2014. Russell er sem stendur nr. 43 á heimslistanum og tekur þátt í Masters mótinu í fyrsta sinn …. og gengur vel …. enda „heimamaður “ (frá Georgia) á ferð! Russell deilir 10. sæti ásamt 4 öðrum í hálfleik Mastersmótsins og er 6 höggum á eftir forystumanninum Bubba Watson, sem alls ekki er ógerlegt að vinna upp nú um helgina. Hér má sjá Lesa meira
The Masters 2014: Lyle aldursforseti þeirra sem komust í gegnum niðurskurð – Goss yngstur
Talið hefir verið að því eldri og reyndari sem kylfingar eru þeim mun meiri líkur er á velgengni þeirra á Masters risamótinu. Kemur þar tvennt til. Augusta National er völlur sem ekki spilast vel nema með reynslu – það þarf að hafa spilað völlinn oft og kunna á hann. Eldri kylfingar eru einnig líklegri til þess að hafa þá þolinmæði til að bera, sem þarf. En sýnir aldursdreifing það að eldri kylfingar séu endilega þeir sem komast í gegnum niðurskurð? Nú er það svo að í ár komust 6 kylfingar 50 ára og eldri í gegnum niðurskurð af 51 (þ.e.12%) ; 11 voru 40 ára og eldri (22%); stærsti hópurinn Lesa meira
GK: Gísli Sveinbergs sigraði á 4. móti púttmótraðar FJ og Hraunkots
Þá er púttmótaröð FootJoy og Hraunkots lokið. Síðasta mótið var sunnudaginn 06. apríl (þ.e. fyrir tæpri viku) og gekk að sjálfsögðu vel. 30 sprækir púttarar mættu og freistuðust til að næla sér í verðlaun frá FootJoy og Hraunkoti. Það voru haldinn 4. mót og er stefnan sett á að gera eins á næsta ári, enda gekk þetta mjög vel og allir ánægðir með mótin. Hraunkot vill koma á framfæri þökkum til Íslensk/Ameríska fyrir stuðningin en í verðlaun í púttnótinu voru FootJoy vörurnar sem sem Íslensk/Ameríska er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Einnig þakkar Hraunkot öllum þeim sem tóku þátt í mótaröðinni þetta árið fyrir og vonast til að sjá alla aftur Lesa meira
The Masters 2014: Hvað er í pokanum hjá forystumanni 2. dags – Bubba Watson?
Bubba Watson er forystumaður í hálfleik á The Masters 2014 – á 3 högg á næsta mann John Senden. Watson notaði eftirfarandi áhöld til þess að ná þessum flotta árangri: Dræver: PING G25 (Grafalloy Bi-Matrix Rocket Pink X skaft), 8.5° (með bleikt kylfuhöfuð og skaft) 3-tré: PING G25 (Fujikura Motore Speeder Tour Spec 8.2 X skaft), 16.5° Járn (3-PW): PING S55 (True Temper Dynamic Gold X100 sköft). Fleygjárn: PING Tour (52° og 56°; True Temper Dynamic Gold X100 sköft), PING Tour-S T/S (64°; True Temper Dynamic Gold X100 skaft. Putter: PING Anser Milled Anser 1. Ball: Titleist ProV1x.










