Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2014 | 07:30

The Masters 2014: Uppskrift að ekta Pimento Osta samloku á la Masters

Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í  Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, á síðasta ári (2013) til þess að fylgjast með Masters mótinu  (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka 🙂 )

Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur.  Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er sérlega góð með glasi af bjór).

Lander fékk uppskriftina að hinni upprunalegu 4-osta pimento sandvisku hjá Par-3 Tea-Time á The Masters í fyrra.

Deb sagði að til þess að fá samlokuna til þess að líkjast meir þeirri sem borin var fram á The Masters verði að sleppa gráðostinum og parmesan ostinum og bæta sömu hlutföllum af Cheddar ostunum við uppskriftina (þ.e. auka Cheddar ostinn).

Þeim sem finnast framangreindir ostar (gráðaostur og parmesan) hins vegar góðir bæta þeim einfaldlega við – samlokan verður þá „upprunalegri“ og fellur vel að bragðlaukum viðkomandi.

Það er fremur auðvelt að búa til samlokuna og hún ásamt glasi af bjór eða Coca Cola handa yngstu kynslóðinni, eru vel þegnar þegar setið er fyrir framan sjónvarpið og fylgst með risamóti allra risamóta:  The Masters.

Hér fer uppskriftin:

340 grömm rifinn hvítur Cheddar Ostur

215 grömm rifinn skarpur gulur Cheddar Ostur

230 grömm rifinn parmesan ostur 

110 grömm af muldum gráðaosti 

400 grömm af niðurskornum pimentos  (pimento er í raun afbrigði chilli pipars /rauðrar papríku og er þekktasta notkunin að hann er „þetta rauða“ sem er í grænum ólívum)  – ef ekki fæst glas af pimento einnig nefnt pimiento þá má allt eins nota rauða papríku eða blöndu af  rauðri papríku og rauðum chilli pipar, í staðinn. Pimento er í raun aðeins „sætari“ en rauð papríka og því réttara að vera aðeins með rauða papríku/en þeim sem vilja hafa samlokuna bragðsterkari nota svolítin chilli pipar með en chilli piparinn er af sömu ættkvísl og pimentos.

230 grömm af létt majonesi

2 msk. Dijon sinnep

1 niðurskorið franskbrauð

Aðferð:

Hvítu og gulu Cheddar ostarnir, Parmesan ostur, gráðaostur, pimento, majones og Dijon sinnepi er blandað saman í matvinnsluvél þar til blandan er mjúk.

Pimentos eða papríku skorinni í litla teninga bætt við.

Sett í skál og kælt í ískáp í 30 mín.  Sett milli tveggja sneiða af mjúku, nýju franskbrauði. Skorpan skorin af og samlokan skorin í þríhyrninga ef vill.

Tilbrigði við stef er að bera ostablönduna fram á Ritz-kexi en þá er gott að skera 1 grænt epli í litla teninga og bæta við ostablönduna – en það gefur henni ferskari bragð og enn meira „crunch.“